Skólpvatn sitrar í Þingvallavatn Hilmar J. Malmquist skrifar 31. júlí 2015 07:00 Þjóðgarðsvörðurinn Ólafur Örn Haraldsson brást illa við grein sem ég ritaði í Fréttablaðið um fráveitumál í þjóðgarðinum á Þingvöllum og á vatnasviði Þingvallavatns og sendir mér tóninn í blaðinu í gær og sakar mig um þvætting, þekkingarleysi og aulafyndni. Viðbrögð Ólafs vekja mikil vonbrigði en til þessa hef ég átt gott samstarf við hann og ráðlagt honum og Þingvallanefnd heilt um málefni þjóðgarðsins. Þar byggi ég m.a. á áratugareynslu af rannsóknum í Þingvallavatni, sem enn standa yfir. Í grein minni, sem ber heitið Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki, staðhæfi ég að skólpvatn sitri út í umhverfið úr langflestum þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. Þetta fer fyrir brjóstið á Ólafi Erni sem ber á mig varðandi þjóðgarðinn að ég hafi ...„ekkert fyrir mér og engar upplýsingar til að styðja sitt mál.“ Þá segir Ólafur Örn að ég byggi grein mína á upplýsingum sem séu ..„margra ára gamlar og ekkert til í þeim.“ Vegna þessara ómaklegu ummæla Ólafs Arnars skal tekið fram að fyrir aðeins rúmri viku fór ég á Þingvöll ásamt tveimur fræðimönnum sem þekkja vel til náttúru svæðisins gagngert til að spá í fráveitumál í þjóðgarðinum. Þar var m.a. rætt við tvo starfsmenn Ólafs Arnars um fráveitumál á Hakinu, við þjónustumiðstöðina á Leirum og fleiri stöðum. Þær upplýsingar sem starfsmennirnir veittu um ástand mála staðfesta mitt mál og stangast á við ávirðingar Ólafs Arnars, enda er haft eftir öðrum starfsmanninum í Fréttablaðinu að ...„kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer.“ Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum um fyrirkomulag við rotþrær, siturlagnir og tæmingu þróa í þjóðgarðinum er vart við öðru að búast en að skólpvatn sitri út í umhverfið, enda eru langflest kerfin á staðnum sett upp með þetta í huga. Þetta er einkum viðbúið á álagstímum, t.d. á góðum sumardegi þegar fimm til tíu þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn. Nákvæmar mælingar á fjölda gesta og úrgangslosun þeirra liggja því miður ekki fyrir, aðeins gróft mat, sem er alvarlegt, ekki aðeins í ljósi stöðunnar í dag heldur einnig m.t.t. spár um áframhaldandi aukningu ferðamanna í þjóðagarðinum á allra næstu árum. Varðandi þá skoðun Ólafs að óviðeigandi sé að hvetja þjóðgarðsgesti til að létta á sér áður en þeir koma á Þingvöll skal ferðafrömuðurinn minntur á þá gullnu reglu góðra ferðalanga að þeir fara á snyrtinguna áður en þeir leggja af stað í ferðalag. Þegar um er að ræða eina helstu náttúruperlu landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum og Þingvallavatn, er þetta sérstaklega mikilvægt. Slíkt er líka mun ódýrara en að aka öllu skólpi um langan veg. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, en hann er að finna í miklum mæli í skólpvatni sem, vel að merkja, er annað en seyra sem ku vera tæmd úr þróm á vatnasviði Þingvallavatns. Á meðan fráveitukerfi í þjóðgarðinum eru ekki afkastameiri en gögn benda til og í ljósi sívaxandi ferðamannastraums er eðlilegt að gestir þjóðgarðsins séu vel meðvitaðir um viðkvæmni svæðisins og hlífi því eftir bestu getu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekkert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum. 30. júlí 2015 08:00 Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands varar við álagi á Þingvelli vegna aukins ferðamannafjölda þar sem fráveita skólps er ekki viðundandi. Hann leggur til að gestir verði beðnir um að létta á sér fyrir komu í þjóðgarðinn. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn Ólafur Örn Haraldsson brást illa við grein sem ég ritaði í Fréttablaðið um fráveitumál í þjóðgarðinum á Þingvöllum og á vatnasviði Þingvallavatns og sendir mér tóninn í blaðinu í gær og sakar mig um þvætting, þekkingarleysi og aulafyndni. Viðbrögð Ólafs vekja mikil vonbrigði en til þessa hef ég átt gott samstarf við hann og ráðlagt honum og Þingvallanefnd heilt um málefni þjóðgarðsins. Þar byggi ég m.a. á áratugareynslu af rannsóknum í Þingvallavatni, sem enn standa yfir. Í grein minni, sem ber heitið Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki, staðhæfi ég að skólpvatn sitri út í umhverfið úr langflestum þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. Þetta fer fyrir brjóstið á Ólafi Erni sem ber á mig varðandi þjóðgarðinn að ég hafi ...„ekkert fyrir mér og engar upplýsingar til að styðja sitt mál.“ Þá segir Ólafur Örn að ég byggi grein mína á upplýsingum sem séu ..„margra ára gamlar og ekkert til í þeim.“ Vegna þessara ómaklegu ummæla Ólafs Arnars skal tekið fram að fyrir aðeins rúmri viku fór ég á Þingvöll ásamt tveimur fræðimönnum sem þekkja vel til náttúru svæðisins gagngert til að spá í fráveitumál í þjóðgarðinum. Þar var m.a. rætt við tvo starfsmenn Ólafs Arnars um fráveitumál á Hakinu, við þjónustumiðstöðina á Leirum og fleiri stöðum. Þær upplýsingar sem starfsmennirnir veittu um ástand mála staðfesta mitt mál og stangast á við ávirðingar Ólafs Arnars, enda er haft eftir öðrum starfsmanninum í Fréttablaðinu að ...„kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer.“ Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum um fyrirkomulag við rotþrær, siturlagnir og tæmingu þróa í þjóðgarðinum er vart við öðru að búast en að skólpvatn sitri út í umhverfið, enda eru langflest kerfin á staðnum sett upp með þetta í huga. Þetta er einkum viðbúið á álagstímum, t.d. á góðum sumardegi þegar fimm til tíu þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn. Nákvæmar mælingar á fjölda gesta og úrgangslosun þeirra liggja því miður ekki fyrir, aðeins gróft mat, sem er alvarlegt, ekki aðeins í ljósi stöðunnar í dag heldur einnig m.t.t. spár um áframhaldandi aukningu ferðamanna í þjóðagarðinum á allra næstu árum. Varðandi þá skoðun Ólafs að óviðeigandi sé að hvetja þjóðgarðsgesti til að létta á sér áður en þeir koma á Þingvöll skal ferðafrömuðurinn minntur á þá gullnu reglu góðra ferðalanga að þeir fara á snyrtinguna áður en þeir leggja af stað í ferðalag. Þegar um er að ræða eina helstu náttúruperlu landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum og Þingvallavatn, er þetta sérstaklega mikilvægt. Slíkt er líka mun ódýrara en að aka öllu skólpi um langan veg. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, en hann er að finna í miklum mæli í skólpvatni sem, vel að merkja, er annað en seyra sem ku vera tæmd úr þróm á vatnasviði Þingvallavatns. Á meðan fráveitukerfi í þjóðgarðinum eru ekki afkastameiri en gögn benda til og í ljósi sívaxandi ferðamannastraums er eðlilegt að gestir þjóðgarðsins séu vel meðvitaðir um viðkvæmni svæðisins og hlífi því eftir bestu getu.
Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekkert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum. 30. júlí 2015 08:00
Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands varar við álagi á Þingvelli vegna aukins ferðamannafjölda þar sem fráveita skólps er ekki viðundandi. Hann leggur til að gestir verði beðnir um að létta á sér fyrir komu í þjóðgarðinn. 29. júlí 2015 07:00
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun