Skólpvatn sitrar í Þingvallavatn Hilmar J. Malmquist skrifar 31. júlí 2015 07:00 Þjóðgarðsvörðurinn Ólafur Örn Haraldsson brást illa við grein sem ég ritaði í Fréttablaðið um fráveitumál í þjóðgarðinum á Þingvöllum og á vatnasviði Þingvallavatns og sendir mér tóninn í blaðinu í gær og sakar mig um þvætting, þekkingarleysi og aulafyndni. Viðbrögð Ólafs vekja mikil vonbrigði en til þessa hef ég átt gott samstarf við hann og ráðlagt honum og Þingvallanefnd heilt um málefni þjóðgarðsins. Þar byggi ég m.a. á áratugareynslu af rannsóknum í Þingvallavatni, sem enn standa yfir. Í grein minni, sem ber heitið Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki, staðhæfi ég að skólpvatn sitri út í umhverfið úr langflestum þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. Þetta fer fyrir brjóstið á Ólafi Erni sem ber á mig varðandi þjóðgarðinn að ég hafi ...„ekkert fyrir mér og engar upplýsingar til að styðja sitt mál.“ Þá segir Ólafur Örn að ég byggi grein mína á upplýsingum sem séu ..„margra ára gamlar og ekkert til í þeim.“ Vegna þessara ómaklegu ummæla Ólafs Arnars skal tekið fram að fyrir aðeins rúmri viku fór ég á Þingvöll ásamt tveimur fræðimönnum sem þekkja vel til náttúru svæðisins gagngert til að spá í fráveitumál í þjóðgarðinum. Þar var m.a. rætt við tvo starfsmenn Ólafs Arnars um fráveitumál á Hakinu, við þjónustumiðstöðina á Leirum og fleiri stöðum. Þær upplýsingar sem starfsmennirnir veittu um ástand mála staðfesta mitt mál og stangast á við ávirðingar Ólafs Arnars, enda er haft eftir öðrum starfsmanninum í Fréttablaðinu að ...„kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer.“ Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum um fyrirkomulag við rotþrær, siturlagnir og tæmingu þróa í þjóðgarðinum er vart við öðru að búast en að skólpvatn sitri út í umhverfið, enda eru langflest kerfin á staðnum sett upp með þetta í huga. Þetta er einkum viðbúið á álagstímum, t.d. á góðum sumardegi þegar fimm til tíu þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn. Nákvæmar mælingar á fjölda gesta og úrgangslosun þeirra liggja því miður ekki fyrir, aðeins gróft mat, sem er alvarlegt, ekki aðeins í ljósi stöðunnar í dag heldur einnig m.t.t. spár um áframhaldandi aukningu ferðamanna í þjóðagarðinum á allra næstu árum. Varðandi þá skoðun Ólafs að óviðeigandi sé að hvetja þjóðgarðsgesti til að létta á sér áður en þeir koma á Þingvöll skal ferðafrömuðurinn minntur á þá gullnu reglu góðra ferðalanga að þeir fara á snyrtinguna áður en þeir leggja af stað í ferðalag. Þegar um er að ræða eina helstu náttúruperlu landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum og Þingvallavatn, er þetta sérstaklega mikilvægt. Slíkt er líka mun ódýrara en að aka öllu skólpi um langan veg. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, en hann er að finna í miklum mæli í skólpvatni sem, vel að merkja, er annað en seyra sem ku vera tæmd úr þróm á vatnasviði Þingvallavatns. Á meðan fráveitukerfi í þjóðgarðinum eru ekki afkastameiri en gögn benda til og í ljósi sívaxandi ferðamannastraums er eðlilegt að gestir þjóðgarðsins séu vel meðvitaðir um viðkvæmni svæðisins og hlífi því eftir bestu getu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekkert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum. 30. júlí 2015 08:00 Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands varar við álagi á Þingvelli vegna aukins ferðamannafjölda þar sem fráveita skólps er ekki viðundandi. Hann leggur til að gestir verði beðnir um að létta á sér fyrir komu í þjóðgarðinn. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn Ólafur Örn Haraldsson brást illa við grein sem ég ritaði í Fréttablaðið um fráveitumál í þjóðgarðinum á Þingvöllum og á vatnasviði Þingvallavatns og sendir mér tóninn í blaðinu í gær og sakar mig um þvætting, þekkingarleysi og aulafyndni. Viðbrögð Ólafs vekja mikil vonbrigði en til þessa hef ég átt gott samstarf við hann og ráðlagt honum og Þingvallanefnd heilt um málefni þjóðgarðsins. Þar byggi ég m.a. á áratugareynslu af rannsóknum í Þingvallavatni, sem enn standa yfir. Í grein minni, sem ber heitið Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki, staðhæfi ég að skólpvatn sitri út í umhverfið úr langflestum þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. Þetta fer fyrir brjóstið á Ólafi Erni sem ber á mig varðandi þjóðgarðinn að ég hafi ...„ekkert fyrir mér og engar upplýsingar til að styðja sitt mál.“ Þá segir Ólafur Örn að ég byggi grein mína á upplýsingum sem séu ..„margra ára gamlar og ekkert til í þeim.“ Vegna þessara ómaklegu ummæla Ólafs Arnars skal tekið fram að fyrir aðeins rúmri viku fór ég á Þingvöll ásamt tveimur fræðimönnum sem þekkja vel til náttúru svæðisins gagngert til að spá í fráveitumál í þjóðgarðinum. Þar var m.a. rætt við tvo starfsmenn Ólafs Arnars um fráveitumál á Hakinu, við þjónustumiðstöðina á Leirum og fleiri stöðum. Þær upplýsingar sem starfsmennirnir veittu um ástand mála staðfesta mitt mál og stangast á við ávirðingar Ólafs Arnars, enda er haft eftir öðrum starfsmanninum í Fréttablaðinu að ...„kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer.“ Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum um fyrirkomulag við rotþrær, siturlagnir og tæmingu þróa í þjóðgarðinum er vart við öðru að búast en að skólpvatn sitri út í umhverfið, enda eru langflest kerfin á staðnum sett upp með þetta í huga. Þetta er einkum viðbúið á álagstímum, t.d. á góðum sumardegi þegar fimm til tíu þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn. Nákvæmar mælingar á fjölda gesta og úrgangslosun þeirra liggja því miður ekki fyrir, aðeins gróft mat, sem er alvarlegt, ekki aðeins í ljósi stöðunnar í dag heldur einnig m.t.t. spár um áframhaldandi aukningu ferðamanna í þjóðagarðinum á allra næstu árum. Varðandi þá skoðun Ólafs að óviðeigandi sé að hvetja þjóðgarðsgesti til að létta á sér áður en þeir koma á Þingvöll skal ferðafrömuðurinn minntur á þá gullnu reglu góðra ferðalanga að þeir fara á snyrtinguna áður en þeir leggja af stað í ferðalag. Þegar um er að ræða eina helstu náttúruperlu landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum og Þingvallavatn, er þetta sérstaklega mikilvægt. Slíkt er líka mun ódýrara en að aka öllu skólpi um langan veg. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, en hann er að finna í miklum mæli í skólpvatni sem, vel að merkja, er annað en seyra sem ku vera tæmd úr þróm á vatnasviði Þingvallavatns. Á meðan fráveitukerfi í þjóðgarðinum eru ekki afkastameiri en gögn benda til og í ljósi sívaxandi ferðamannastraums er eðlilegt að gestir þjóðgarðsins séu vel meðvitaðir um viðkvæmni svæðisins og hlífi því eftir bestu getu.
Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekkert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum. 30. júlí 2015 08:00
Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands varar við álagi á Þingvelli vegna aukins ferðamannafjölda þar sem fráveita skólps er ekki viðundandi. Hann leggur til að gestir verði beðnir um að létta á sér fyrir komu í þjóðgarðinn. 29. júlí 2015 07:00
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun