Skólpvatn sitrar í Þingvallavatn Hilmar J. Malmquist skrifar 31. júlí 2015 07:00 Þjóðgarðsvörðurinn Ólafur Örn Haraldsson brást illa við grein sem ég ritaði í Fréttablaðið um fráveitumál í þjóðgarðinum á Þingvöllum og á vatnasviði Þingvallavatns og sendir mér tóninn í blaðinu í gær og sakar mig um þvætting, þekkingarleysi og aulafyndni. Viðbrögð Ólafs vekja mikil vonbrigði en til þessa hef ég átt gott samstarf við hann og ráðlagt honum og Þingvallanefnd heilt um málefni þjóðgarðsins. Þar byggi ég m.a. á áratugareynslu af rannsóknum í Þingvallavatni, sem enn standa yfir. Í grein minni, sem ber heitið Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki, staðhæfi ég að skólpvatn sitri út í umhverfið úr langflestum þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. Þetta fer fyrir brjóstið á Ólafi Erni sem ber á mig varðandi þjóðgarðinn að ég hafi ...„ekkert fyrir mér og engar upplýsingar til að styðja sitt mál.“ Þá segir Ólafur Örn að ég byggi grein mína á upplýsingum sem séu ..„margra ára gamlar og ekkert til í þeim.“ Vegna þessara ómaklegu ummæla Ólafs Arnars skal tekið fram að fyrir aðeins rúmri viku fór ég á Þingvöll ásamt tveimur fræðimönnum sem þekkja vel til náttúru svæðisins gagngert til að spá í fráveitumál í þjóðgarðinum. Þar var m.a. rætt við tvo starfsmenn Ólafs Arnars um fráveitumál á Hakinu, við þjónustumiðstöðina á Leirum og fleiri stöðum. Þær upplýsingar sem starfsmennirnir veittu um ástand mála staðfesta mitt mál og stangast á við ávirðingar Ólafs Arnars, enda er haft eftir öðrum starfsmanninum í Fréttablaðinu að ...„kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer.“ Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum um fyrirkomulag við rotþrær, siturlagnir og tæmingu þróa í þjóðgarðinum er vart við öðru að búast en að skólpvatn sitri út í umhverfið, enda eru langflest kerfin á staðnum sett upp með þetta í huga. Þetta er einkum viðbúið á álagstímum, t.d. á góðum sumardegi þegar fimm til tíu þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn. Nákvæmar mælingar á fjölda gesta og úrgangslosun þeirra liggja því miður ekki fyrir, aðeins gróft mat, sem er alvarlegt, ekki aðeins í ljósi stöðunnar í dag heldur einnig m.t.t. spár um áframhaldandi aukningu ferðamanna í þjóðagarðinum á allra næstu árum. Varðandi þá skoðun Ólafs að óviðeigandi sé að hvetja þjóðgarðsgesti til að létta á sér áður en þeir koma á Þingvöll skal ferðafrömuðurinn minntur á þá gullnu reglu góðra ferðalanga að þeir fara á snyrtinguna áður en þeir leggja af stað í ferðalag. Þegar um er að ræða eina helstu náttúruperlu landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum og Þingvallavatn, er þetta sérstaklega mikilvægt. Slíkt er líka mun ódýrara en að aka öllu skólpi um langan veg. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, en hann er að finna í miklum mæli í skólpvatni sem, vel að merkja, er annað en seyra sem ku vera tæmd úr þróm á vatnasviði Þingvallavatns. Á meðan fráveitukerfi í þjóðgarðinum eru ekki afkastameiri en gögn benda til og í ljósi sívaxandi ferðamannastraums er eðlilegt að gestir þjóðgarðsins séu vel meðvitaðir um viðkvæmni svæðisins og hlífi því eftir bestu getu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekkert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum. 30. júlí 2015 08:00 Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands varar við álagi á Þingvelli vegna aukins ferðamannafjölda þar sem fráveita skólps er ekki viðundandi. Hann leggur til að gestir verði beðnir um að létta á sér fyrir komu í þjóðgarðinn. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn Ólafur Örn Haraldsson brást illa við grein sem ég ritaði í Fréttablaðið um fráveitumál í þjóðgarðinum á Þingvöllum og á vatnasviði Þingvallavatns og sendir mér tóninn í blaðinu í gær og sakar mig um þvætting, þekkingarleysi og aulafyndni. Viðbrögð Ólafs vekja mikil vonbrigði en til þessa hef ég átt gott samstarf við hann og ráðlagt honum og Þingvallanefnd heilt um málefni þjóðgarðsins. Þar byggi ég m.a. á áratugareynslu af rannsóknum í Þingvallavatni, sem enn standa yfir. Í grein minni, sem ber heitið Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki, staðhæfi ég að skólpvatn sitri út í umhverfið úr langflestum þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. Þetta fer fyrir brjóstið á Ólafi Erni sem ber á mig varðandi þjóðgarðinn að ég hafi ...„ekkert fyrir mér og engar upplýsingar til að styðja sitt mál.“ Þá segir Ólafur Örn að ég byggi grein mína á upplýsingum sem séu ..„margra ára gamlar og ekkert til í þeim.“ Vegna þessara ómaklegu ummæla Ólafs Arnars skal tekið fram að fyrir aðeins rúmri viku fór ég á Þingvöll ásamt tveimur fræðimönnum sem þekkja vel til náttúru svæðisins gagngert til að spá í fráveitumál í þjóðgarðinum. Þar var m.a. rætt við tvo starfsmenn Ólafs Arnars um fráveitumál á Hakinu, við þjónustumiðstöðina á Leirum og fleiri stöðum. Þær upplýsingar sem starfsmennirnir veittu um ástand mála staðfesta mitt mál og stangast á við ávirðingar Ólafs Arnars, enda er haft eftir öðrum starfsmanninum í Fréttablaðinu að ...„kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer.“ Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum um fyrirkomulag við rotþrær, siturlagnir og tæmingu þróa í þjóðgarðinum er vart við öðru að búast en að skólpvatn sitri út í umhverfið, enda eru langflest kerfin á staðnum sett upp með þetta í huga. Þetta er einkum viðbúið á álagstímum, t.d. á góðum sumardegi þegar fimm til tíu þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn. Nákvæmar mælingar á fjölda gesta og úrgangslosun þeirra liggja því miður ekki fyrir, aðeins gróft mat, sem er alvarlegt, ekki aðeins í ljósi stöðunnar í dag heldur einnig m.t.t. spár um áframhaldandi aukningu ferðamanna í þjóðagarðinum á allra næstu árum. Varðandi þá skoðun Ólafs að óviðeigandi sé að hvetja þjóðgarðsgesti til að létta á sér áður en þeir koma á Þingvöll skal ferðafrömuðurinn minntur á þá gullnu reglu góðra ferðalanga að þeir fara á snyrtinguna áður en þeir leggja af stað í ferðalag. Þegar um er að ræða eina helstu náttúruperlu landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum og Þingvallavatn, er þetta sérstaklega mikilvægt. Slíkt er líka mun ódýrara en að aka öllu skólpi um langan veg. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, en hann er að finna í miklum mæli í skólpvatni sem, vel að merkja, er annað en seyra sem ku vera tæmd úr þróm á vatnasviði Þingvallavatns. Á meðan fráveitukerfi í þjóðgarðinum eru ekki afkastameiri en gögn benda til og í ljósi sívaxandi ferðamannastraums er eðlilegt að gestir þjóðgarðsins séu vel meðvitaðir um viðkvæmni svæðisins og hlífi því eftir bestu getu.
Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekkert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum. 30. júlí 2015 08:00
Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands varar við álagi á Þingvelli vegna aukins ferðamannafjölda þar sem fráveita skólps er ekki viðundandi. Hann leggur til að gestir verði beðnir um að létta á sér fyrir komu í þjóðgarðinn. 29. júlí 2015 07:00
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun