Subaru ásakað um þrældóm Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 09:30 Subaru Forester. Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent