580 hestafla Fiat 500 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 14:43 Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent