Heimsmet í trukkastökki Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:05 Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent
Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent