Heimsmet í trukkastökki Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:05 Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent
Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent