Viðskipti innlent

Harma að matvælatollar hverfi ekki á braut

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tollar á matvöru verða enn til staðar.
Tollar á matvöru verða enn til staðar. vísir/gva
Bæði Viðskiptaráð og Neytendasamtökin fagna ákvörðun fjármálaráðherra um að leggja niður tolla á fjölmörgum vörum. Fari líkt og áætlað er munu tollar vera afnumdir af öllum vörum að matvöru og eldsneyti undanskyldu fyrir árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningum frá samtökunum.

Samkvæmt áætlunum Viðskiptaráðs munu breytingarnar þýða að útgjöld meðalheimilis munu dragast saman um 30 þúsund krónur á ári. Skatttekjur í fyrra jukust um 59 milljarða króna og segir ráðið það fagnaðarefni að þær viðbótartekjur skili sér til baka í formi skattalækkana.

Neytendasamtökin taka í sama streng en harma um leið að ekki sé gengið lengra og tollar af matvöru afnumdir um leið. Samkvæmt útreikningum frá Viðskiptaráði myndi afnám matvörutolla skila sér í lægra matarverði upp á 76 þúsund krónur á ári fyrir meðalfjölskylduna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×