Þingmaður Framsóknar hefur efasemdir um afnám tolla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2015 19:00 Þingmaður Framsóknarflokksins segir skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar ekki hafa skilað sér til neytenda. Því sé ástæða til að hafa efasemdir um afnám tolla, líkt og fjármálaráðherra hefur boðað. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að tollar af fatnaði og skóm verði afnumdir um næstu áramót. Í byrjun árs 2017 verði síðan allir aðrir tollar afnumdir, utan þeirra sem lagðir eru á matvöru. „Svona fljótt á litið þá skal ég alveg viðurkenna það, að ég er ögn tregur í þessu máli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vísar til þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu bæði lækkað virðisaukaskatt á tiltekna vöruflokka og afnumið vörugjöld. „Mér finnst þær skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið til þessa núna, þær hafa ekki verið að skila sér alla leið. Og það er útaf fyrir sig staðfest í könnunum, bæði frá ASÍ og Neytendasamtökin hafa bent á þetta líka,“ segir Þorsteinn. Því hafi hann efasemdir um að afnám tolla myndi skila sér til neytenda. „Ef að upplýsingar þær sem að ég er búinn að vera að gaumgæfa, frá ASÍ og fleirum, eru réttar, þá sitja þessar lækkanir að einhverju leyti eftir hjá versluninni. Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Þá bendir hann á grein eftir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörð hjá embætti Tollstjóra, á Eyjunni í gær. Þar kemur fram að gangi hugmyndir fjármálaráðherra eftir, myndi ekkert land hafa áhuga á því að eiga í fríverslunarviðskiptum við Ísland. Sumar þjóðir myndu jafnvel segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum sem gerðir hafa verið. „Það hefur ekkert land sem að ég veit um, nema hugsanlega Singapúr, afnumið tolla hjá sér svona almennt og einhliða. Og það getur komið okkur mjög illa í tvíhliða viðræðum og í viðræðum um okkar útflutning og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar ekki hafa skilað sér til neytenda. Því sé ástæða til að hafa efasemdir um afnám tolla, líkt og fjármálaráðherra hefur boðað. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að tollar af fatnaði og skóm verði afnumdir um næstu áramót. Í byrjun árs 2017 verði síðan allir aðrir tollar afnumdir, utan þeirra sem lagðir eru á matvöru. „Svona fljótt á litið þá skal ég alveg viðurkenna það, að ég er ögn tregur í þessu máli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vísar til þess að ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu bæði lækkað virðisaukaskatt á tiltekna vöruflokka og afnumið vörugjöld. „Mér finnst þær skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið til þessa núna, þær hafa ekki verið að skila sér alla leið. Og það er útaf fyrir sig staðfest í könnunum, bæði frá ASÍ og Neytendasamtökin hafa bent á þetta líka,“ segir Þorsteinn. Því hafi hann efasemdir um að afnám tolla myndi skila sér til neytenda. „Ef að upplýsingar þær sem að ég er búinn að vera að gaumgæfa, frá ASÍ og fleirum, eru réttar, þá sitja þessar lækkanir að einhverju leyti eftir hjá versluninni. Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Þá bendir hann á grein eftir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörð hjá embætti Tollstjóra, á Eyjunni í gær. Þar kemur fram að gangi hugmyndir fjármálaráðherra eftir, myndi ekkert land hafa áhuga á því að eiga í fríverslunarviðskiptum við Ísland. Sumar þjóðir myndu jafnvel segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum sem gerðir hafa verið. „Það hefur ekkert land sem að ég veit um, nema hugsanlega Singapúr, afnumið tolla hjá sér svona almennt og einhliða. Og það getur komið okkur mjög illa í tvíhliða viðræðum og í viðræðum um okkar útflutning og svo framvegis,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira