Vonbrigði að ekki standi til að afnema toll á matvæli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júlí 2015 12:20 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra um afnám tolla á vörur aðrar en matvæli. VÍSIR/VILHELM Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét. Alþingi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét.
Alþingi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira