Handbolti

Björgvin hafnaði tilboði frá Rúmeníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson í leik með ÍR.
Björgvin Hólmgeirsson í leik með ÍR. Vísir
Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ársins og markakóngur síðasta tímabils í Olísdeildinni, á enn í viðræðum við við sænska félagið Skövde.

Hann segir að báðir aðilar séu enn að skoða sín mál en Skövde er endurskipuleggja fjármálin sín eftir að hafa gengið í gegnum þjálfarabreytingar.

„Það kemur til greina að fara þangað en málið er enn í biðstöðu. Ég hef enn frest til að semja við ÍR til loka mánaðarins og því lítið annað að gera en bíða,“ sagði Björvin við Vísi í dag.

Hann segist hafa hafnað tilboði frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest á dögunum. „Það var ekki alveg nógu sterkt félag fyrir mig,“ sagði hann. „Ég er mjög rólegur eins og er og bíð eins lengi og þarf.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×