Rokkari lætur ráðamenn heyra það: „Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:59 Snæbjörn Ragnarsson ásamt dóttur sinni Önnu. Vísir/Facebook. „Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, á Facebook þar sem hann lætur yfirvöld heyra það vegna aðstæðna í heilbrigðiskerfinu. Snæbjörn segist geta þakkað starfsfólki Landspítalans fyrir að dóttir þeirra Anna er á lífi í dag. Anna fæddist á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og reyndist fæðingin afar erfið. Stúlkan hafði lent axlarklemmu þar sem önnur öxl barnsins lendir undir lífbeini móðurinnar. Á þeim tímapunkti var of seint að grípa til keisaraskurðar og segir Snæbjörn að hann hefði getað bæði misst barnið og barnsmóður sína. Hann segir ótrúlega atburðarás hafa farið af stað í kjölfarið þar sem um 10 starfsmenn fæðingardeildarinnar unnu allir að því að bjarga lífi barnsins og móðurinnar. Sex dögum frá fæðingu Önnu gengu foreldrarnir með hana alheilbrigða út af Landspítalanum en Snæbjörn spyr sig í pistlinum sem hann birtir á Facebook hvernig staðan verði á Landspítalanum eftir tvö ár, fimm eða tíu? Hann talar til þeirra sem standa vaktina gagnvart heilbrigðiskerfinu þegar hann segir meðferð þeirra heilbrigðiskerfinu ekki snúast um pólitík heldur um almenna skynsemi, mannréttindi og rökhugsun. „Að höggva svona úr meginstoð samfélags er foráttuheimska og sú heimska skrifast á ykkur sem ráðið. Endilega rífist eins og frekir smákrakkar um samfélagsmál, alþjóðamál og stjórnunarhætti af öllu tagi, það er sennilega öllum hollt þegar upp er staðið. En þetta lýtur öðrum lögmálum. Ef við setjum allt skrum og allar flækjur á ís og horfum á ískaldan kjarna málsins þá eruð þið að stuðla að því að hvert og eitt okkar eigi minni möguleika á heilbrigðu lífi. Þið plokkið mannspil og ása kerfisbundið úr stokknum, skilið inn tvistum og þristum til baka og áhrifin af því eru nú þegar orðin skelfileg.“ Hann biður ráðamenn um að láta af þessari hegðun eða að víkja fyrir öðru fólki. „Sem er ekki svona ótrúlega tregþenkjandi eins og þið virðist vera. Ég sætti mig aldrei við minna.“ Pistilinn má lesa í heild hér fyrir neðan:Þetta er dóttir mín, Anna Snæbjörnsdóttir. Hún er þriggja mánaða gömul í dag og vitanlega fallegasta barn í heimi.Anna...Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Friday, July 17, 2015 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
„Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, á Facebook þar sem hann lætur yfirvöld heyra það vegna aðstæðna í heilbrigðiskerfinu. Snæbjörn segist geta þakkað starfsfólki Landspítalans fyrir að dóttir þeirra Anna er á lífi í dag. Anna fæddist á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og reyndist fæðingin afar erfið. Stúlkan hafði lent axlarklemmu þar sem önnur öxl barnsins lendir undir lífbeini móðurinnar. Á þeim tímapunkti var of seint að grípa til keisaraskurðar og segir Snæbjörn að hann hefði getað bæði misst barnið og barnsmóður sína. Hann segir ótrúlega atburðarás hafa farið af stað í kjölfarið þar sem um 10 starfsmenn fæðingardeildarinnar unnu allir að því að bjarga lífi barnsins og móðurinnar. Sex dögum frá fæðingu Önnu gengu foreldrarnir með hana alheilbrigða út af Landspítalanum en Snæbjörn spyr sig í pistlinum sem hann birtir á Facebook hvernig staðan verði á Landspítalanum eftir tvö ár, fimm eða tíu? Hann talar til þeirra sem standa vaktina gagnvart heilbrigðiskerfinu þegar hann segir meðferð þeirra heilbrigðiskerfinu ekki snúast um pólitík heldur um almenna skynsemi, mannréttindi og rökhugsun. „Að höggva svona úr meginstoð samfélags er foráttuheimska og sú heimska skrifast á ykkur sem ráðið. Endilega rífist eins og frekir smákrakkar um samfélagsmál, alþjóðamál og stjórnunarhætti af öllu tagi, það er sennilega öllum hollt þegar upp er staðið. En þetta lýtur öðrum lögmálum. Ef við setjum allt skrum og allar flækjur á ís og horfum á ískaldan kjarna málsins þá eruð þið að stuðla að því að hvert og eitt okkar eigi minni möguleika á heilbrigðu lífi. Þið plokkið mannspil og ása kerfisbundið úr stokknum, skilið inn tvistum og þristum til baka og áhrifin af því eru nú þegar orðin skelfileg.“ Hann biður ráðamenn um að láta af þessari hegðun eða að víkja fyrir öðru fólki. „Sem er ekki svona ótrúlega tregþenkjandi eins og þið virðist vera. Ég sætti mig aldrei við minna.“ Pistilinn má lesa í heild hér fyrir neðan:Þetta er dóttir mín, Anna Snæbjörnsdóttir. Hún er þriggja mánaða gömul í dag og vitanlega fallegasta barn í heimi.Anna...Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Friday, July 17, 2015
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira