Rokkari lætur ráðamenn heyra það: „Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:59 Snæbjörn Ragnarsson ásamt dóttur sinni Önnu. Vísir/Facebook. „Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, á Facebook þar sem hann lætur yfirvöld heyra það vegna aðstæðna í heilbrigðiskerfinu. Snæbjörn segist geta þakkað starfsfólki Landspítalans fyrir að dóttir þeirra Anna er á lífi í dag. Anna fæddist á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og reyndist fæðingin afar erfið. Stúlkan hafði lent axlarklemmu þar sem önnur öxl barnsins lendir undir lífbeini móðurinnar. Á þeim tímapunkti var of seint að grípa til keisaraskurðar og segir Snæbjörn að hann hefði getað bæði misst barnið og barnsmóður sína. Hann segir ótrúlega atburðarás hafa farið af stað í kjölfarið þar sem um 10 starfsmenn fæðingardeildarinnar unnu allir að því að bjarga lífi barnsins og móðurinnar. Sex dögum frá fæðingu Önnu gengu foreldrarnir með hana alheilbrigða út af Landspítalanum en Snæbjörn spyr sig í pistlinum sem hann birtir á Facebook hvernig staðan verði á Landspítalanum eftir tvö ár, fimm eða tíu? Hann talar til þeirra sem standa vaktina gagnvart heilbrigðiskerfinu þegar hann segir meðferð þeirra heilbrigðiskerfinu ekki snúast um pólitík heldur um almenna skynsemi, mannréttindi og rökhugsun. „Að höggva svona úr meginstoð samfélags er foráttuheimska og sú heimska skrifast á ykkur sem ráðið. Endilega rífist eins og frekir smákrakkar um samfélagsmál, alþjóðamál og stjórnunarhætti af öllu tagi, það er sennilega öllum hollt þegar upp er staðið. En þetta lýtur öðrum lögmálum. Ef við setjum allt skrum og allar flækjur á ís og horfum á ískaldan kjarna málsins þá eruð þið að stuðla að því að hvert og eitt okkar eigi minni möguleika á heilbrigðu lífi. Þið plokkið mannspil og ása kerfisbundið úr stokknum, skilið inn tvistum og þristum til baka og áhrifin af því eru nú þegar orðin skelfileg.“ Hann biður ráðamenn um að láta af þessari hegðun eða að víkja fyrir öðru fólki. „Sem er ekki svona ótrúlega tregþenkjandi eins og þið virðist vera. Ég sætti mig aldrei við minna.“ Pistilinn má lesa í heild hér fyrir neðan:Þetta er dóttir mín, Anna Snæbjörnsdóttir. Hún er þriggja mánaða gömul í dag og vitanlega fallegasta barn í heimi.Anna...Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Friday, July 17, 2015 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Þið eruð að djöggla með líf barnanna okkar, helvítis fólkið ykkar!,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar, á Facebook þar sem hann lætur yfirvöld heyra það vegna aðstæðna í heilbrigðiskerfinu. Snæbjörn segist geta þakkað starfsfólki Landspítalans fyrir að dóttir þeirra Anna er á lífi í dag. Anna fæddist á Landspítalanum 17. apríl síðastliðinn og reyndist fæðingin afar erfið. Stúlkan hafði lent axlarklemmu þar sem önnur öxl barnsins lendir undir lífbeini móðurinnar. Á þeim tímapunkti var of seint að grípa til keisaraskurðar og segir Snæbjörn að hann hefði getað bæði misst barnið og barnsmóður sína. Hann segir ótrúlega atburðarás hafa farið af stað í kjölfarið þar sem um 10 starfsmenn fæðingardeildarinnar unnu allir að því að bjarga lífi barnsins og móðurinnar. Sex dögum frá fæðingu Önnu gengu foreldrarnir með hana alheilbrigða út af Landspítalanum en Snæbjörn spyr sig í pistlinum sem hann birtir á Facebook hvernig staðan verði á Landspítalanum eftir tvö ár, fimm eða tíu? Hann talar til þeirra sem standa vaktina gagnvart heilbrigðiskerfinu þegar hann segir meðferð þeirra heilbrigðiskerfinu ekki snúast um pólitík heldur um almenna skynsemi, mannréttindi og rökhugsun. „Að höggva svona úr meginstoð samfélags er foráttuheimska og sú heimska skrifast á ykkur sem ráðið. Endilega rífist eins og frekir smákrakkar um samfélagsmál, alþjóðamál og stjórnunarhætti af öllu tagi, það er sennilega öllum hollt þegar upp er staðið. En þetta lýtur öðrum lögmálum. Ef við setjum allt skrum og allar flækjur á ís og horfum á ískaldan kjarna málsins þá eruð þið að stuðla að því að hvert og eitt okkar eigi minni möguleika á heilbrigðu lífi. Þið plokkið mannspil og ása kerfisbundið úr stokknum, skilið inn tvistum og þristum til baka og áhrifin af því eru nú þegar orðin skelfileg.“ Hann biður ráðamenn um að láta af þessari hegðun eða að víkja fyrir öðru fólki. „Sem er ekki svona ótrúlega tregþenkjandi eins og þið virðist vera. Ég sætti mig aldrei við minna.“ Pistilinn má lesa í heild hér fyrir neðan:Þetta er dóttir mín, Anna Snæbjörnsdóttir. Hún er þriggja mánaða gömul í dag og vitanlega fallegasta barn í heimi.Anna...Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Friday, July 17, 2015
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira