Innlent

Sóttu slasaða konu á Grábrók

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Ok og Björgunarsveitin Heiðar taka þátt í útkallinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Ok og Björgunarsveitin Heiðar taka þátt í útkallinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir úr rétt fyrir klukkan 10 í morgun vegna slasaðrar konu við Grábrók við Bifröst.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að konan sé að öllum líkindum fótbrotin og þurfi að bera hana stutta leið niður að bílastæði.

Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Ok og Björgunarsveitin Heiðar taka þátt í útkallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×