Getnaðarlimur hjólreiðamanns getur lamast eftir langan hjólatúr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 22:36 Hjólreiðakeppnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár. Vísir Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira