Pininfarina ekki til Mahindra Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 09:37 Ferrari Sergio bíllinn sem Pininfarina hannaði í tilefni fráfalls Sergio Pininfarina, stofnanda hönnunarhússins. Í mars síðastliðnum var greint hér frá að Indverski bílaframleiðandinn Mahindra væri við það að taka yfir ítalska bílahönnunarhúsið Pininfarina, sem var þá komið að fótum fram sökum skulda. Nú hafa lánveitendur Pininfarina ákveðið að selja Mahindra ekki Pininfarina. Er þar um að ræða þrjá ítalska banka. Þeim hugnaðist ekki aðkoma Mahindra, sem þó ætlaði að grinnka á skuldum Pininfarina um helming, en þær nema nú ríflega 13 milljörðum króna. Kemur þessi niðurstaða á óvart, en svo virtist sem kaupsamningu væri um garð genginn og fátt gæti stöðvað yfirtöku Mahindra á Pininfarina. Mjög illa hefur gengið hjá Pininfarina á síðustu árum, svo illa að fyrirtækið fór að mestu úr bílahönnun árið 2011 og einbeitti sér að öðrum hönnunarverkefnum. Þekking Pininfarina við að hann bíla er þó enn til staðar, eins og sést vel á Ferrari Sergio bílnum hér að ofan sem hönnunarfyrirtækið skapaði nýlega fyrir Ferrari í tilefni þess að Sergio Pininfarina, stofnandi hönnunarhússins ítalska lést. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Í mars síðastliðnum var greint hér frá að Indverski bílaframleiðandinn Mahindra væri við það að taka yfir ítalska bílahönnunarhúsið Pininfarina, sem var þá komið að fótum fram sökum skulda. Nú hafa lánveitendur Pininfarina ákveðið að selja Mahindra ekki Pininfarina. Er þar um að ræða þrjá ítalska banka. Þeim hugnaðist ekki aðkoma Mahindra, sem þó ætlaði að grinnka á skuldum Pininfarina um helming, en þær nema nú ríflega 13 milljörðum króna. Kemur þessi niðurstaða á óvart, en svo virtist sem kaupsamningu væri um garð genginn og fátt gæti stöðvað yfirtöku Mahindra á Pininfarina. Mjög illa hefur gengið hjá Pininfarina á síðustu árum, svo illa að fyrirtækið fór að mestu úr bílahönnun árið 2011 og einbeitti sér að öðrum hönnunarverkefnum. Þekking Pininfarina við að hann bíla er þó enn til staðar, eins og sést vel á Ferrari Sergio bílnum hér að ofan sem hönnunarfyrirtækið skapaði nýlega fyrir Ferrari í tilefni þess að Sergio Pininfarina, stofnandi hönnunarhússins ítalska lést.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent