Mér ofbýður 26. júní 2015 11:45 Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar