Mér ofbýður 26. júní 2015 11:45 Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Mér ofbauð framkoma Vigdísar Hauksdóttur í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi þegar hún hélt því fram fullum fetum að laun táknmálstúlka hefðu tvöfaldast árið 2013. Það virðist til of mikils mælst að formaður fjárlaganefndar hafi staðreyndir mála á hreinu þegar hún mætir í fréttaviðtöl. Hið rétta er að eftir áralanga bið var gjaldskrá túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra hækkuð úr 6.989 í 10.134 árið 2013, í fyrsta skipti eftir að hún var fryst í hruninu 2009. Undanfarin 18 ár hefur undirrituð unnið sem táknmálstúlkur, að loknu 3 ára háskólanámi. Starfið er afar fjölbreytt og snertir nánast allt það sem gerist í lífi fólks frá vöggu til grafar. Hér er dæmi úr starfinu mínu: Á föstudegi fæ ég stundatöflu fyrir næstu viku, á hana eru skráðir þeir tímar og staðir sem ég á að mæta til að túlka. Á mánudegi er bætt á mig verkefni, jarðarför sem fer fram á miðvikudegi, hún bætist við þau verkefni sem þegar voru skráð á mig og ég sinni samtímis undirbúningi jarðarfararinnar. Í samstarfi við deildarstjóra minn fæ ég sent uppkast af sálmaskrá athafnarinnar frá útfararþjónustu. Þar eru skráðir allir þeir sálmar og lög sem flutt verða við athöfnina, ef sunginn verður einsöngur þarf að komast að því hvaða lag verður sungið við hvaða texta og á hvaða tungumáli. Ef textinn er á latínu, þýsku, frönsku eða öðru máli sem túlkurinn hefur ekki á valdi sínu þarf að finna íslenska eða enska þýðingu til að hafa til hliðsjónar við táknmálsþýðinguna. Hafa þarf samband við prestinn og fá hjá honum ekki einungis minningarræðuna (sem er oft ekki tilbúin fyrr en 1-2 klst. fyrir athöfn), heldur líka þann formlega texta sem á að flytja. Vinna þarf þýðingu á öllum textunum, oft í samstarfi við aðra túlka, nýta SignWiki.is síðuna og annað það sem nýtist við að æfa sig og undirbúa. Mæta þarf í kirkjuna um klukkutíma fyrir athöfn til að hitta prestinn og ná æfingu hjá söngfólki til að átta sig á hvernig flutningurinn verður í þetta skiptið. Tíu mínútum fyrir athöfnina kemur túlkurinn sér fyrir uppi við altari og stendur þar og túlkar þar til athöfninni lýkur. Á leiðinni frá kirkjunni fer túlkurinn í gegnum verkefnið, veltir fyrir sér hvað hafi gengið vel, hvað mætti gera öðruvísi næst og jafnvel er þörf á að fá handleiðslu að verkefni loknu ef það hefur reynt mikið á. Tíminn í bílnum er nýttur fyrir þessar hugsanir, þar sem jarðarförin fer fram í Grindavík. Fyrir þetta verkefni er kirkjan rukkuð um kr. 10.134. Auðvitað eru verkefnin sem við túlkum og aðstæðurnar eins misjafnar og þær eru margar, þegar búið er að reikna út ólíkan undirbúning fyrir verkefni, meðal akstur á milli staða, eftirvinnslu, handleiðslu, samstarf og fleira kemur út að full vinna túlks eru um 20 túlkaðir klukkutímar á viku og 20 tímar fyrir undirbúning, eftirvinnslu, akstur og annað. Það þýðir að fjármagnið sem hægt er að rukka fyrir 20 tíma á viku þarf að duga til að greiða laun túlka, reka þjónustuna, yfirbyggingu, sumarleyfi, veikindi og allt það sem fylgir almennum rekstri. Byrjunarlaun háskólamenntaðra táknmálstúlka á SHH eru í kringum 300.000 kr. á mánuði og Vigdís Hauksdóttir veltir fyrir sér vinsældum þess að lækka þau. Það breytir því ekki að með rangfærslum sínum berst Vigdís sem formaður fjárlaganefndar gegn því að döff einstaklingar hafi möguleika á að taka þátt í íslensku samfélagi eins og annað fólk. Mér ofbýður.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun