Bílaframleiðendur vilja 5 ára frestun mengunarviðmiða Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 13:40 Mengunarviðmið sem bílaframleiðendum eru sett verða sífellt lægri. Líkt og við mátti búast var ekki lengi að bíða viðbragða bílaframleiðenda við væntanlegri lagasetningu Evrópusambandsins um mengunarviðmið. Hugmyndir Evrópusambandsins voru að setja afar ströng viðmið, á bilinu 68 til 78 g af CO2 fyrir árið 2025. Nú þegar eru í gildi lög sem setur bílaframleiðendum þau mörk að meðalmengun bíla þeirra sé ekki hærri en 95 g af CO2 árið 2021. Á síðasta ári var þetta viðmið 123 g. Samtök bílaframleiðenda, ACEA, segir að enginn möguleiki sé á því að bílaframleiðendur geti hlýtt svo miklum takmörkunum eftir 10 ár og því biðja þau um 5 ára lengri aðlögunartíma, þ.e. til ársins 2030. Eftir að bílaframleiðendur hafa minnkað mengun bíla sinna um 34% á síðustu 20 árum, segjast þau nú að nálgast það sem mögulegt er í þessum fræðum og erfiðara og erfiðara sé að minnka enn meira mengun þeirra. Ennfremur segja bílaframleiðendur að hinar núgildandi ströngu mengunarviðmiðanir kosti þá um 1.000 evrur á hvern bíl og þetta komi mjög mikið niður á þeim sem framleiða ódýrari magnsölubíla og því gætu ákvarðanir frá Brussel riðið þeim að fullu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Líkt og við mátti búast var ekki lengi að bíða viðbragða bílaframleiðenda við væntanlegri lagasetningu Evrópusambandsins um mengunarviðmið. Hugmyndir Evrópusambandsins voru að setja afar ströng viðmið, á bilinu 68 til 78 g af CO2 fyrir árið 2025. Nú þegar eru í gildi lög sem setur bílaframleiðendum þau mörk að meðalmengun bíla þeirra sé ekki hærri en 95 g af CO2 árið 2021. Á síðasta ári var þetta viðmið 123 g. Samtök bílaframleiðenda, ACEA, segir að enginn möguleiki sé á því að bílaframleiðendur geti hlýtt svo miklum takmörkunum eftir 10 ár og því biðja þau um 5 ára lengri aðlögunartíma, þ.e. til ársins 2030. Eftir að bílaframleiðendur hafa minnkað mengun bíla sinna um 34% á síðustu 20 árum, segjast þau nú að nálgast það sem mögulegt er í þessum fræðum og erfiðara og erfiðara sé að minnka enn meira mengun þeirra. Ennfremur segja bílaframleiðendur að hinar núgildandi ströngu mengunarviðmiðanir kosti þá um 1.000 evrur á hvern bíl og þetta komi mjög mikið niður á þeim sem framleiða ódýrari magnsölubíla og því gætu ákvarðanir frá Brussel riðið þeim að fullu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent