Heiða á heimleið: „Það er strax árangur af þessari ferð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2015 10:28 Heiða og Snorri hafa verið í tvo mánuði á Indlandi. vísir „Jæja, næst síðasti dagurinn okkar hér í Nutech Mediworld í Nýju Delhi. Við erum mjög glöð að þetta er að taka enda, þetta hefur svo sannarlega tekið á og oft verið mjög erfitt á köflum,“ skrifar Snorri Hreiðarsson, eiginmaður Bjarnheiðar Hannesardóttur sem hefur verið í stofnfrumumeðferð á Indlandi síðan í apríl, á bloggsíðu þeirra hjóna. Heiða er 35 ára og fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir að hafa glímt við átröskun í fjölda ára. Hjartað hennar var stopp í tuttugu mínútur og henni var vart hugað líf. Hún hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er hún algjörlega ósjálfbjarga í dag. Sjá einnig: Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi „Þetta hefur einnig verið gaman og mikil upplifun að vera hér og kynnast þessu öllu saman. Heiða búin að vera algjörlega ótrúlega dugleg og farið í gegnum dagana af miklum krafti og æðruleysi, en þetta hefur verið erfiðara fyrir mig, viðurkenni það fúslega en nú er þetta verkefni að verða búið og ný taka við.“ Heiða sagði sögu sína í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í fyrra. Þar kom fram að hún telur sig hafa glímt við átröskun frá átján ára aldri, eða allt frá því að hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á Suðurnesjum og Ungfrú Ísland í kjölfarið. Nokkrum árum síðar, í kringum árin 2003-4, byrjaði Heiða að nota brennslutöflur þegar hún var í líkamsrækt, með hléum þó. Um það leyti sem hún kynntist Snorra árið 2005 fór Heiða að finna fyrir ristilvandamálum. Sjá einnig: Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ „Heiða byrjaði daginn á að fá stóran skammt af stofnfrumum í æð eða 10 ml. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hún fær svona stóran skammt í æð, einnig fékk hún sprautur í háls, kjálka og við nef og í augu og nef. Hún fór í sjúkraþjálfun sem gekk mjög vel, erum bara orðin svo vön að henni gangi vel. Bjóst nú alveg við að hún yrði eitthvað dösuð út af þessum stóra skammti af frumum, en svo var ekki að sjá,“ segir Snorri. Þau segjast hlakka til að koma heim og vilja koma þökkum á framfæri til allra sem hafa stutt við bakið á þeim. Sjá einnig: Stofnfrumusérfræðingur: Meðferðin ekki hættulaus og skilar engum áhrifum „Nú er þetta ævintýri á enda, í bili allavega. Takk fyrir allan stuðninginn og án ykkar hefði þetta ekki verið hægt og við erum mjög þakklát. Það er strax árangur af þessari ferð og það er gleðiefni, klárlega framfarir á mörgum sviðum. Vonandi munum við sjá meiri framfarir, reyni að pakka smá sól niður í töskurnar.“ Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
„Jæja, næst síðasti dagurinn okkar hér í Nutech Mediworld í Nýju Delhi. Við erum mjög glöð að þetta er að taka enda, þetta hefur svo sannarlega tekið á og oft verið mjög erfitt á köflum,“ skrifar Snorri Hreiðarsson, eiginmaður Bjarnheiðar Hannesardóttur sem hefur verið í stofnfrumumeðferð á Indlandi síðan í apríl, á bloggsíðu þeirra hjóna. Heiða er 35 ára og fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir að hafa glímt við átröskun í fjölda ára. Hjartað hennar var stopp í tuttugu mínútur og henni var vart hugað líf. Hún hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er hún algjörlega ósjálfbjarga í dag. Sjá einnig: Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi „Þetta hefur einnig verið gaman og mikil upplifun að vera hér og kynnast þessu öllu saman. Heiða búin að vera algjörlega ótrúlega dugleg og farið í gegnum dagana af miklum krafti og æðruleysi, en þetta hefur verið erfiðara fyrir mig, viðurkenni það fúslega en nú er þetta verkefni að verða búið og ný taka við.“ Heiða sagði sögu sína í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í fyrra. Þar kom fram að hún telur sig hafa glímt við átröskun frá átján ára aldri, eða allt frá því að hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á Suðurnesjum og Ungfrú Ísland í kjölfarið. Nokkrum árum síðar, í kringum árin 2003-4, byrjaði Heiða að nota brennslutöflur þegar hún var í líkamsrækt, með hléum þó. Um það leyti sem hún kynntist Snorra árið 2005 fór Heiða að finna fyrir ristilvandamálum. Sjá einnig: Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ „Heiða byrjaði daginn á að fá stóran skammt af stofnfrumum í æð eða 10 ml. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hún fær svona stóran skammt í æð, einnig fékk hún sprautur í háls, kjálka og við nef og í augu og nef. Hún fór í sjúkraþjálfun sem gekk mjög vel, erum bara orðin svo vön að henni gangi vel. Bjóst nú alveg við að hún yrði eitthvað dösuð út af þessum stóra skammti af frumum, en svo var ekki að sjá,“ segir Snorri. Þau segjast hlakka til að koma heim og vilja koma þökkum á framfæri til allra sem hafa stutt við bakið á þeim. Sjá einnig: Stofnfrumusérfræðingur: Meðferðin ekki hættulaus og skilar engum áhrifum „Nú er þetta ævintýri á enda, í bili allavega. Takk fyrir allan stuðninginn og án ykkar hefði þetta ekki verið hægt og við erum mjög þakklát. Það er strax árangur af þessari ferð og það er gleðiefni, klárlega framfarir á mörgum sviðum. Vonandi munum við sjá meiri framfarir, reyni að pakka smá sól niður í töskurnar.“
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira