Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 20:39 Bjarnheiður fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Mynd/RÚV/Anton „Ég er fangi í eigin líkama,“ segir Bjarnheiður Hannesdóttir, 35 ára kona sem fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir að hafa glímt við átröskun í fjölda ára. Hjartað hennar var stopp í tuttugu mínútur og henni var vart hugað líf. Hún hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er hún algjörlega ósjálfbjarga í dag. Bjarnheiður sagði sögu sína í Kastjósi á RÚV í kvöld en aðstandendur hennar standa um þessar mundir fyrir söfnun til að koma henni í stofnfrumumeðferð á Indlandi í apríl. Meðal annars mun allur ágóði sérstakrar frumsýningar á kvikmyndinni Annie í Smárabíó næsta miðvikudag renna í sjóðinn. Maður hennar, Snorri Hreiðarsson, viðurkennir að það er óvíst hvort slík meðferð beri árangur. „Það getur í raun enginn svarað því hvort það muni hjálpa, en það stendur til boða,“ segir Snorri. Hann segir að Heiða, eins og Bjarnheiður er ávallt kölluð, vilji halda lífinu áfram og aldrei gefast upp. „Hún hefur sagt við mig: Af hverju fékk ég að lifa? Hún telur að það sé einhver tilgangur.“ Sjálf segist Heiða vera „mjög sár“ út í sjálfa sig, en hún hunsaði ráðgjöf lækna og misnotaði vatnslosandi lyf í aðdraganda hjartastoppsins.Bjarnheiður með fjölskyldu sinni.Vísir/AntonBreytti aldrei um lífstíl Heiða sagði sögu sína í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í fyrra. Þar kom fram að hún telur sig hafa glímt við átröskun frá átján ára aldri, eða allt frá því að hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á Suðurnesjum og Ungfrú Ísland í kjölfarið. Nokkrum árum síðar, í kringum árin 2003-4, byrjaði Heiða að nota brennslutöflur þegar hún var í líkamsrækt, með hléum þó. Um það leyti sem hún kynntist Snorra árið 2005 fór Heiða að finna fyrir ristilsvandamálum. „Hún hafði stundum ekki hægðir í tíu daga,“ segir Snorri. „En hún breytti aldrei um lífsstíl. Hún vildi vera flott og vera í þyngd sem einhverjar staðalímyndir segja að maður eigi að vera í. Svo ágerðist þetta. Hún fór að taka inn dropa sem heita Laxoberal til að hjálpa henni að hafa hægðir svo hún stíflaðist ekki. Hún byrjaði á þessu lyfi um 2005-6. Hún gat alltaf leitað í þessa dropa sem hjálpuðu henni en hún breytti engu öðru. Svo þurfti hún alltaf að taka aðeins meira af dropunum sem endaði á því að hún var farin að taka þvílíkt magn af þeim. Droparnir héldu henni gangandi.“Bjarnheiður í samkvæmi árið 2011.Vísir/AntonViss um að ekkert kæmi fyrir Heiða þróaði með sér tegund lotugræðgi þar sem hún hreinsaði líkamann með lyfjum í staðinn fyrir að losa sig við mat með uppköstum. Eftir að ristillinn var fjarlægður notaði hún þvagræsilyf til að hreinsa líkamann sem orsakaði kalíumskort, eða hypoklemiu, í blóðinu. „Hún tók kalíum í töfluformi, að læknisráði, hér heima og ég hélt að það væri það eina sem hún væri að taka. En hún var líka að taka þvagræsilyf sem ég vissi ekkert um,“ segir Snorri. Eðlilegt magn kalíums í blóðinu er 3,5 til 5,0 mEq/L en Heiða mældist oft mun lægri. Fór móðir hennar nokkrum sinnum með hana á gjörgæslu vegna skortsins. Þó að Heiða hafi stundum verið nær dauða en lífi eftir þessar heimsóknir á gjörgæsluna hringdu engar viðvörunarbjöllur í hausnum á henni og hún fann sig aldrei knúna til að vinna í sínum málum. „Aldrei. Ég var viss um að það kæmi ekkert fyrir mig,“ segir hún. Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Hannaði hlébarðasamfestinginn sjálf "Ég vissi á fimmtudeginum fyrir Edduverðlaunahátíðina að ég myndi mæta og hugsaði að þyrfti ég að fara upp á svið yrði ég hvort sem er allt öðruvísi en aðrir í salnum, svo ég ákvað að gera þetta bara á minn hátt," segir Bjarnheiður Hannesdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir þröngan samfesting með hlébarðamynstri sem hún klæddist á hátíðinni. 25. febrúar 2011 00:01 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
„Ég er fangi í eigin líkama,“ segir Bjarnheiður Hannesdóttir, 35 ára kona sem fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir að hafa glímt við átröskun í fjölda ára. Hjartað hennar var stopp í tuttugu mínútur og henni var vart hugað líf. Hún hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er hún algjörlega ósjálfbjarga í dag. Bjarnheiður sagði sögu sína í Kastjósi á RÚV í kvöld en aðstandendur hennar standa um þessar mundir fyrir söfnun til að koma henni í stofnfrumumeðferð á Indlandi í apríl. Meðal annars mun allur ágóði sérstakrar frumsýningar á kvikmyndinni Annie í Smárabíó næsta miðvikudag renna í sjóðinn. Maður hennar, Snorri Hreiðarsson, viðurkennir að það er óvíst hvort slík meðferð beri árangur. „Það getur í raun enginn svarað því hvort það muni hjálpa, en það stendur til boða,“ segir Snorri. Hann segir að Heiða, eins og Bjarnheiður er ávallt kölluð, vilji halda lífinu áfram og aldrei gefast upp. „Hún hefur sagt við mig: Af hverju fékk ég að lifa? Hún telur að það sé einhver tilgangur.“ Sjálf segist Heiða vera „mjög sár“ út í sjálfa sig, en hún hunsaði ráðgjöf lækna og misnotaði vatnslosandi lyf í aðdraganda hjartastoppsins.Bjarnheiður með fjölskyldu sinni.Vísir/AntonBreytti aldrei um lífstíl Heiða sagði sögu sína í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í fyrra. Þar kom fram að hún telur sig hafa glímt við átröskun frá átján ára aldri, eða allt frá því að hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á Suðurnesjum og Ungfrú Ísland í kjölfarið. Nokkrum árum síðar, í kringum árin 2003-4, byrjaði Heiða að nota brennslutöflur þegar hún var í líkamsrækt, með hléum þó. Um það leyti sem hún kynntist Snorra árið 2005 fór Heiða að finna fyrir ristilsvandamálum. „Hún hafði stundum ekki hægðir í tíu daga,“ segir Snorri. „En hún breytti aldrei um lífsstíl. Hún vildi vera flott og vera í þyngd sem einhverjar staðalímyndir segja að maður eigi að vera í. Svo ágerðist þetta. Hún fór að taka inn dropa sem heita Laxoberal til að hjálpa henni að hafa hægðir svo hún stíflaðist ekki. Hún byrjaði á þessu lyfi um 2005-6. Hún gat alltaf leitað í þessa dropa sem hjálpuðu henni en hún breytti engu öðru. Svo þurfti hún alltaf að taka aðeins meira af dropunum sem endaði á því að hún var farin að taka þvílíkt magn af þeim. Droparnir héldu henni gangandi.“Bjarnheiður í samkvæmi árið 2011.Vísir/AntonViss um að ekkert kæmi fyrir Heiða þróaði með sér tegund lotugræðgi þar sem hún hreinsaði líkamann með lyfjum í staðinn fyrir að losa sig við mat með uppköstum. Eftir að ristillinn var fjarlægður notaði hún þvagræsilyf til að hreinsa líkamann sem orsakaði kalíumskort, eða hypoklemiu, í blóðinu. „Hún tók kalíum í töfluformi, að læknisráði, hér heima og ég hélt að það væri það eina sem hún væri að taka. En hún var líka að taka þvagræsilyf sem ég vissi ekkert um,“ segir Snorri. Eðlilegt magn kalíums í blóðinu er 3,5 til 5,0 mEq/L en Heiða mældist oft mun lægri. Fór móðir hennar nokkrum sinnum með hana á gjörgæslu vegna skortsins. Þó að Heiða hafi stundum verið nær dauða en lífi eftir þessar heimsóknir á gjörgæsluna hringdu engar viðvörunarbjöllur í hausnum á henni og hún fann sig aldrei knúna til að vinna í sínum málum. „Aldrei. Ég var viss um að það kæmi ekkert fyrir mig,“ segir hún.
Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Hannaði hlébarðasamfestinginn sjálf "Ég vissi á fimmtudeginum fyrir Edduverðlaunahátíðina að ég myndi mæta og hugsaði að þyrfti ég að fara upp á svið yrði ég hvort sem er allt öðruvísi en aðrir í salnum, svo ég ákvað að gera þetta bara á minn hátt," segir Bjarnheiður Hannesdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir þröngan samfesting með hlébarðamynstri sem hún klæddist á hátíðinni. 25. febrúar 2011 00:01 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
„Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00
Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00
Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00
Hannaði hlébarðasamfestinginn sjálf "Ég vissi á fimmtudeginum fyrir Edduverðlaunahátíðina að ég myndi mæta og hugsaði að þyrfti ég að fara upp á svið yrði ég hvort sem er allt öðruvísi en aðrir í salnum, svo ég ákvað að gera þetta bara á minn hátt," segir Bjarnheiður Hannesdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir þröngan samfesting með hlébarðamynstri sem hún klæddist á hátíðinni. 25. febrúar 2011 00:01
Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00