Telja erfitt fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum í húsnæðismálum ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 10:07 Ríkisstjórnin tilkynnti um víðtækar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum síðastliðinn föstudag, m.a. í húsnæðismálum. vísir/gva Hagfræðideild Landsbankans telur að erfitt gæti orðið fyrir ríkisstjórnina að ná öllum markmiðum sínum í húsnæðismálum sem fram komu í yfirlýsingu á föstudaginn. Landsbankinn segir markmiðin mjög háleit og halda þurfi verulega vel á spöðunum ef þau eigi að nást. Markmið yfirlýsingarinnar eru að skapa bætti skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði með því að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum og styðja við leigumarkað og kaup á fyrstu íbúð. Til þess þurfi að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum. Með þessu hyggist opinberir aðilar tryggja að leigukostnaður einstaklinga fari ekki yfir 20 til 25 prósent af tekjum. Landsbankinn bendir á að eigi þetta markmið að nást megi húsaleiga hinna tekjulægstu árið 2018 ekki fara yfir 75 þúsund krónur á mánuði en þá verða lægstu laun 300 þúsund krónur á mánuði. „Þessi markmið um upphæð húsaleigu eru háleit í ljósi þess hver byggingarkostnaður er í dag. Þrátt fyrir að húsaleigubætur hækki og byggingarkostnaður lækki með nýjum reglum verður eflaust erfitt að ná þessum markmiðum, jafnvel þótt íbúðir verði af minna tagi,“ segir í greiningu Landsbankans. Telja undirbúning þurfi að hefjast strax Einnig er bent á að ríkisstjórnin þurfi að vera vel á tánum ef markmið um að byggja 2.300 nýjar íbúðir á árunum 2016 til 2019. „Skipulag og undirbúningur aðgerða af þessu tagi tekur jafnan mikinn tíma, t.d. hvað varðar nýtt skipulag eða breytingar á deiliskipulagi. Miðað við yfirlýsinguna þyrfti að byggja a.m.k. 500 nýjar félagslegar leiguíbúðir á árinu 2016 og til þess að það náist þarf markviss undirbúningur að hefjast strax.“ Þá þurfi einnig að breyta byggingarreglugerðum og skipulagslögum til þess að auka hagkvæmni við íbúðabyggingar og lækka byggingarkostnað. Stefnt er að því að til verði nýr mannvirkjaflokkur, sem einkum nái til smærri og ódýrari íbúða, sem undanþegnar verði reglugerð um altæka hönnun. „Til þess að markmið yfirlýsingarinnar náist þarf einnig að hraða þessum breytingum, sem eru alls ekki einfaldar,“ segir Hagfræðideildin. Tengdar fréttir Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist óttast að kostnaðurinn við nýtilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni bitna á fjárhag hinna verst settu. 30. maí 2015 19:30 Yrði tíunda stærsta sveitarfélagið Forsætisráðherra segir aðgerðirnar hjálpa fólki úr fátæktargildrunni 30. maí 2015 07:00 Milliskattþrepið afnumið í áföngum og skattar lækkaðir Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að ná mildri lendingu í kjaramálum miðað við það sem stefndi í. Forsætisráðherra segir samningana setja nokkur þrýsting á verðbólgu. 29. maí 2015 13:24 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur að erfitt gæti orðið fyrir ríkisstjórnina að ná öllum markmiðum sínum í húsnæðismálum sem fram komu í yfirlýsingu á föstudaginn. Landsbankinn segir markmiðin mjög háleit og halda þurfi verulega vel á spöðunum ef þau eigi að nást. Markmið yfirlýsingarinnar eru að skapa bætti skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði með því að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum og styðja við leigumarkað og kaup á fyrstu íbúð. Til þess þurfi að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum. Með þessu hyggist opinberir aðilar tryggja að leigukostnaður einstaklinga fari ekki yfir 20 til 25 prósent af tekjum. Landsbankinn bendir á að eigi þetta markmið að nást megi húsaleiga hinna tekjulægstu árið 2018 ekki fara yfir 75 þúsund krónur á mánuði en þá verða lægstu laun 300 þúsund krónur á mánuði. „Þessi markmið um upphæð húsaleigu eru háleit í ljósi þess hver byggingarkostnaður er í dag. Þrátt fyrir að húsaleigubætur hækki og byggingarkostnaður lækki með nýjum reglum verður eflaust erfitt að ná þessum markmiðum, jafnvel þótt íbúðir verði af minna tagi,“ segir í greiningu Landsbankans. Telja undirbúning þurfi að hefjast strax Einnig er bent á að ríkisstjórnin þurfi að vera vel á tánum ef markmið um að byggja 2.300 nýjar íbúðir á árunum 2016 til 2019. „Skipulag og undirbúningur aðgerða af þessu tagi tekur jafnan mikinn tíma, t.d. hvað varðar nýtt skipulag eða breytingar á deiliskipulagi. Miðað við yfirlýsinguna þyrfti að byggja a.m.k. 500 nýjar félagslegar leiguíbúðir á árinu 2016 og til þess að það náist þarf markviss undirbúningur að hefjast strax.“ Þá þurfi einnig að breyta byggingarreglugerðum og skipulagslögum til þess að auka hagkvæmni við íbúðabyggingar og lækka byggingarkostnað. Stefnt er að því að til verði nýr mannvirkjaflokkur, sem einkum nái til smærri og ódýrari íbúða, sem undanþegnar verði reglugerð um altæka hönnun. „Til þess að markmið yfirlýsingarinnar náist þarf einnig að hraða þessum breytingum, sem eru alls ekki einfaldar,“ segir Hagfræðideildin.
Tengdar fréttir Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist óttast að kostnaðurinn við nýtilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni bitna á fjárhag hinna verst settu. 30. maí 2015 19:30 Yrði tíunda stærsta sveitarfélagið Forsætisráðherra segir aðgerðirnar hjálpa fólki úr fátæktargildrunni 30. maí 2015 07:00 Milliskattþrepið afnumið í áföngum og skattar lækkaðir Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að ná mildri lendingu í kjaramálum miðað við það sem stefndi í. Forsætisráðherra segir samningana setja nokkur þrýsting á verðbólgu. 29. maí 2015 13:24 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist óttast að kostnaðurinn við nýtilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni bitna á fjárhag hinna verst settu. 30. maí 2015 19:30
Yrði tíunda stærsta sveitarfélagið Forsætisráðherra segir aðgerðirnar hjálpa fólki úr fátæktargildrunni 30. maí 2015 07:00
Milliskattþrepið afnumið í áföngum og skattar lækkaðir Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að ná mildri lendingu í kjaramálum miðað við það sem stefndi í. Forsætisráðherra segir samningana setja nokkur þrýsting á verðbólgu. 29. maí 2015 13:24
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent