Telja erfitt fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum í húsnæðismálum ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 10:07 Ríkisstjórnin tilkynnti um víðtækar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum síðastliðinn föstudag, m.a. í húsnæðismálum. vísir/gva Hagfræðideild Landsbankans telur að erfitt gæti orðið fyrir ríkisstjórnina að ná öllum markmiðum sínum í húsnæðismálum sem fram komu í yfirlýsingu á föstudaginn. Landsbankinn segir markmiðin mjög háleit og halda þurfi verulega vel á spöðunum ef þau eigi að nást. Markmið yfirlýsingarinnar eru að skapa bætti skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði með því að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum og styðja við leigumarkað og kaup á fyrstu íbúð. Til þess þurfi að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum. Með þessu hyggist opinberir aðilar tryggja að leigukostnaður einstaklinga fari ekki yfir 20 til 25 prósent af tekjum. Landsbankinn bendir á að eigi þetta markmið að nást megi húsaleiga hinna tekjulægstu árið 2018 ekki fara yfir 75 þúsund krónur á mánuði en þá verða lægstu laun 300 þúsund krónur á mánuði. „Þessi markmið um upphæð húsaleigu eru háleit í ljósi þess hver byggingarkostnaður er í dag. Þrátt fyrir að húsaleigubætur hækki og byggingarkostnaður lækki með nýjum reglum verður eflaust erfitt að ná þessum markmiðum, jafnvel þótt íbúðir verði af minna tagi,“ segir í greiningu Landsbankans. Telja undirbúning þurfi að hefjast strax Einnig er bent á að ríkisstjórnin þurfi að vera vel á tánum ef markmið um að byggja 2.300 nýjar íbúðir á árunum 2016 til 2019. „Skipulag og undirbúningur aðgerða af þessu tagi tekur jafnan mikinn tíma, t.d. hvað varðar nýtt skipulag eða breytingar á deiliskipulagi. Miðað við yfirlýsinguna þyrfti að byggja a.m.k. 500 nýjar félagslegar leiguíbúðir á árinu 2016 og til þess að það náist þarf markviss undirbúningur að hefjast strax.“ Þá þurfi einnig að breyta byggingarreglugerðum og skipulagslögum til þess að auka hagkvæmni við íbúðabyggingar og lækka byggingarkostnað. Stefnt er að því að til verði nýr mannvirkjaflokkur, sem einkum nái til smærri og ódýrari íbúða, sem undanþegnar verði reglugerð um altæka hönnun. „Til þess að markmið yfirlýsingarinnar náist þarf einnig að hraða þessum breytingum, sem eru alls ekki einfaldar,“ segir Hagfræðideildin. Tengdar fréttir Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist óttast að kostnaðurinn við nýtilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni bitna á fjárhag hinna verst settu. 30. maí 2015 19:30 Yrði tíunda stærsta sveitarfélagið Forsætisráðherra segir aðgerðirnar hjálpa fólki úr fátæktargildrunni 30. maí 2015 07:00 Milliskattþrepið afnumið í áföngum og skattar lækkaðir Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að ná mildri lendingu í kjaramálum miðað við það sem stefndi í. Forsætisráðherra segir samningana setja nokkur þrýsting á verðbólgu. 29. maí 2015 13:24 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur að erfitt gæti orðið fyrir ríkisstjórnina að ná öllum markmiðum sínum í húsnæðismálum sem fram komu í yfirlýsingu á föstudaginn. Landsbankinn segir markmiðin mjög háleit og halda þurfi verulega vel á spöðunum ef þau eigi að nást. Markmið yfirlýsingarinnar eru að skapa bætti skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði með því að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum og styðja við leigumarkað og kaup á fyrstu íbúð. Til þess þurfi að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum. Með þessu hyggist opinberir aðilar tryggja að leigukostnaður einstaklinga fari ekki yfir 20 til 25 prósent af tekjum. Landsbankinn bendir á að eigi þetta markmið að nást megi húsaleiga hinna tekjulægstu árið 2018 ekki fara yfir 75 þúsund krónur á mánuði en þá verða lægstu laun 300 þúsund krónur á mánuði. „Þessi markmið um upphæð húsaleigu eru háleit í ljósi þess hver byggingarkostnaður er í dag. Þrátt fyrir að húsaleigubætur hækki og byggingarkostnaður lækki með nýjum reglum verður eflaust erfitt að ná þessum markmiðum, jafnvel þótt íbúðir verði af minna tagi,“ segir í greiningu Landsbankans. Telja undirbúning þurfi að hefjast strax Einnig er bent á að ríkisstjórnin þurfi að vera vel á tánum ef markmið um að byggja 2.300 nýjar íbúðir á árunum 2016 til 2019. „Skipulag og undirbúningur aðgerða af þessu tagi tekur jafnan mikinn tíma, t.d. hvað varðar nýtt skipulag eða breytingar á deiliskipulagi. Miðað við yfirlýsinguna þyrfti að byggja a.m.k. 500 nýjar félagslegar leiguíbúðir á árinu 2016 og til þess að það náist þarf markviss undirbúningur að hefjast strax.“ Þá þurfi einnig að breyta byggingarreglugerðum og skipulagslögum til þess að auka hagkvæmni við íbúðabyggingar og lækka byggingarkostnað. Stefnt er að því að til verði nýr mannvirkjaflokkur, sem einkum nái til smærri og ódýrari íbúða, sem undanþegnar verði reglugerð um altæka hönnun. „Til þess að markmið yfirlýsingarinnar náist þarf einnig að hraða þessum breytingum, sem eru alls ekki einfaldar,“ segir Hagfræðideildin.
Tengdar fréttir Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist óttast að kostnaðurinn við nýtilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni bitna á fjárhag hinna verst settu. 30. maí 2015 19:30 Yrði tíunda stærsta sveitarfélagið Forsætisráðherra segir aðgerðirnar hjálpa fólki úr fátæktargildrunni 30. maí 2015 07:00 Milliskattþrepið afnumið í áföngum og skattar lækkaðir Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að ná mildri lendingu í kjaramálum miðað við það sem stefndi í. Forsætisráðherra segir samningana setja nokkur þrýsting á verðbólgu. 29. maí 2015 13:24 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Óttast að tekjulægri borgi skattalækkanirnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist óttast að kostnaðurinn við nýtilkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni bitna á fjárhag hinna verst settu. 30. maí 2015 19:30
Yrði tíunda stærsta sveitarfélagið Forsætisráðherra segir aðgerðirnar hjálpa fólki úr fátæktargildrunni 30. maí 2015 07:00
Milliskattþrepið afnumið í áföngum og skattar lækkaðir Fjármálaráðherra segir að tekist hafi að ná mildri lendingu í kjaramálum miðað við það sem stefndi í. Forsætisráðherra segir samningana setja nokkur þrýsting á verðbólgu. 29. maí 2015 13:24
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun