„Lærðu að leggja og ekki fjölga þér fáviti “ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júní 2015 10:35 Smokkurinn og skilaboðin sem biðu Sigurðar. MYND/SIGURÐUR PÁLL „Ég átti þetta fyllilega skilið og það var frábært að fá þessa áminningu,“ segir Sigurður Páll Sigurðsson um miða sem komið hafði verið fyrir á bíl hans við Lokastíg í gærkvöldi. Sigurður hafði skotist inn í íbúð í hans eigu um stundarsakir og skálagt bíl sínum svo að húdd hans stóð inn á nærliggjandi gangstétt. Þegar hann kom til baka beið hans miði, sá sem sjá má hér til hliðar, með skilaboðunum „Lærðu að leggja og ekki fjölga þér fáviti,“ mynd af uppréttri löngutöng og áföstum smokki. „Þetta er náttúrulega algjör perla og eins og ég sagði á Facebook-síðu minni þá mun ég svo sannarlega vanda mig næst,“ segir Sigurður og greinilegt er að hann hafði mjög gaman af uppátækinu. Þó svo að hann viti ekki með vissu hver kom miðanum fyrir undir rúðuþurrkunni grunar hann að íbúar á Lokastíg eigi í hlut. „Enda voru ekki nema um 60 sentímetrar frá húddi bílsins að næstu útidyrahurð þannig að maður skilur alveg að það hefur verið erfitt að athafna sig þarna, sérstaklega ef þau hafa verið með barnavagn,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir að smokkurinn sem fylgdi skilaboðunum muni eflaust koma að góðum notum segir Sigurður að hann komi fullseint ef markmiðið var að draga úr fjölgun ökumannsins. Hann eigi þrjú börn fyrir. „Það eru þrír fávitar í umferð og þar af er einn kominn með bílpróf,“ segir Sigurður og hlær við. Þeir hafi nú þegar fengið að heyra af axarsköftum föður síns og læri vonandi af mistökum hans. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
„Ég átti þetta fyllilega skilið og það var frábært að fá þessa áminningu,“ segir Sigurður Páll Sigurðsson um miða sem komið hafði verið fyrir á bíl hans við Lokastíg í gærkvöldi. Sigurður hafði skotist inn í íbúð í hans eigu um stundarsakir og skálagt bíl sínum svo að húdd hans stóð inn á nærliggjandi gangstétt. Þegar hann kom til baka beið hans miði, sá sem sjá má hér til hliðar, með skilaboðunum „Lærðu að leggja og ekki fjölga þér fáviti,“ mynd af uppréttri löngutöng og áföstum smokki. „Þetta er náttúrulega algjör perla og eins og ég sagði á Facebook-síðu minni þá mun ég svo sannarlega vanda mig næst,“ segir Sigurður og greinilegt er að hann hafði mjög gaman af uppátækinu. Þó svo að hann viti ekki með vissu hver kom miðanum fyrir undir rúðuþurrkunni grunar hann að íbúar á Lokastíg eigi í hlut. „Enda voru ekki nema um 60 sentímetrar frá húddi bílsins að næstu útidyrahurð þannig að maður skilur alveg að það hefur verið erfitt að athafna sig þarna, sérstaklega ef þau hafa verið með barnavagn,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir að smokkurinn sem fylgdi skilaboðunum muni eflaust koma að góðum notum segir Sigurður að hann komi fullseint ef markmiðið var að draga úr fjölgun ökumannsins. Hann eigi þrjú börn fyrir. „Það eru þrír fávitar í umferð og þar af er einn kominn með bílpróf,“ segir Sigurður og hlær við. Þeir hafi nú þegar fengið að heyra af axarsköftum föður síns og læri vonandi af mistökum hans.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira