Volkswagen Golf tekur á flug í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2015 11:33 Sjöunda kynslóð Volkswagen Golf. Volkswagen hefur átt bágt með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á undanförnum árum og salan í fyrra minnkaði frá árinu 2013 þrátt fyrir aukna bílasölu í landinu. Í nýliðnum maí jókst loks sala Volkswagen í Bandaríkjunum og á mikil aukning í sölu Volkswagen Golf þar stærstan þátt. Það sem af er liðið ári hefur salan á hinni nýju og sjöundu kynslóð Golf þrefaldast frá fyrra ári. Fyrstu 5 mánuðina í fyrra seldust aðeins 8.941 Golf en á fyrstu 5 mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 24.579 og salan fer stigvaxandi. Hún var innan við 4.000 bílar í febrúar en í maí seldust 6.300. Volkswagen þarf reyndar að bjóða fleiri bíla á Bandaríkjamarkaði sem höfða til landans þar og þá sárvantar jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þar vestra um þessar mundir. Volkswagen er að smíða þriggja raða sæta jeppa sem ætlaður verður sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað, en eitthvað er þó í komu hans. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Volkswagen hefur átt bágt með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á undanförnum árum og salan í fyrra minnkaði frá árinu 2013 þrátt fyrir aukna bílasölu í landinu. Í nýliðnum maí jókst loks sala Volkswagen í Bandaríkjunum og á mikil aukning í sölu Volkswagen Golf þar stærstan þátt. Það sem af er liðið ári hefur salan á hinni nýju og sjöundu kynslóð Golf þrefaldast frá fyrra ári. Fyrstu 5 mánuðina í fyrra seldust aðeins 8.941 Golf en á fyrstu 5 mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 24.579 og salan fer stigvaxandi. Hún var innan við 4.000 bílar í febrúar en í maí seldust 6.300. Volkswagen þarf reyndar að bjóða fleiri bíla á Bandaríkjamarkaði sem höfða til landans þar og þá sárvantar jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þar vestra um þessar mundir. Volkswagen er að smíða þriggja raða sæta jeppa sem ætlaður verður sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað, en eitthvað er þó í komu hans.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent