Innlent

Kannabisræktun á Eskifirði stöðvuð

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Eskifirði.
Frá Eskifirði. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gærkvöldi kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í bænum.

Að sögn Jónasar Wilhelmssonar yfirlögregluþjóns var ekki um stóra ræktun að ræða og málið telst upplýst. Aðeins um sautján plöntur hafi verið haldlagðar. 

Þetta er í annað skiptið á árinu sem lögregla á Austurland stöðvar kannabisræktun í Fjarðabyggð en í janúar var lagt hald á nokkurt magn plantna eftir tvær húsleitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×