Veðrið speglar íbúana Marta Eiríksdóttir skrifar 28. maí 2015 09:00 Það var einu sinni gamall indjánahöfðingi á ferð um lítið þorp í Perú. Þorpsbúar voru orðnir langeygir eftir regni. Akrarnir í kring voru skrælþurrir eftir langa tíð án vætu og erfitt reyndist bændum að rækta nokkuð. Þeir óskuðu eftir regni til að væta akrana en töluðu sífellt um hversu slæmt ástandið var. Þeir óskuðu eftir jafnvægi í náttúrunni en bölsótuðust sífellt út í hana. Svo þegar umræddur indjánahöfðingi átti leið um gripu íbúar hann glóðvolgan og báðu hann um að hjálpa til með því að fara á fund náttúruaflanna. Indjánahöfðinginn jánkaði bón þeirra. Hann einangraði sig og fastaði í sérstöku bænahúsi sem þorpsbúar áttu. Þarna sat hann í þrjá sólarhringa án þess að bæra á sér og þorpsbúar biðu í ofvæni eftir að hann kæmi út aftur til að heyra hvað náttúran vildi segja um ástandið. Loks opnðust dyrnar og indjánahöfðinginn steig út. Þorpsbúar sem fylgdust vel með bænahúsinu hópuðust nú til að heyra skilaboðin beint frá náttúruöflunum í gegnum þennan roskna mann. Indjánahöfðinginn mælti og sagði að náttúran væri að endurspegla hugarfar þorpsbúa. Þeir væru vanþakklátir og virtu ekki gjafir náttúrunnar og viðkvæmni hennar. Þá skorti hreinlega meiri virðingu fyrir náttúrunni. Þeir tóku henni sem sjálfsögðum hlut án þess að gefa nokkuð tilbaka eða vernda hana. Þeir væru jafnframt endalaust að kvarta og bölsótast út í núverandi ástand sem styrkti slæmt ástand enn frekar. Ójafnvægið í hugarfari fólksins þyrfti fyrst að endurnýja og lagfæra. Þannig myndu þorpsbúar sjá að jafnvægi kæmist aftur á veðurfarið og landið í kringum þá. Samspil manns og náttúru þyrfti að komast á til þess að jörðin tæki stöðu með fólkinu sínu. Þakklæti og virðing var lykillinn að hinu gullna hliði náttúrunnar. Einnig að tala upphátt um allt það sem var í lagi núna þótt það væri fátt til að byrja með. Einblína meira á hvað fólkið vildi sjá gerast en hvað fólkið vildi ekki. Þannig hugarfar og óskir um eitthvað sem ætti sér jafnvel ekki stoð í upphafi gæti hjálpað til að koma hreyfingu á hlutina. Þannig gerðust kraftaverkin. Ef þorpsbúar tækju sig saman um þetta þá myndi allt breytast til hins betra. Fólkið þyrfti að sameinast um að sjá fyrir sér að betri tímar væru í vændum þrátt fyrir ástandið núna. Það átti að að leyfa sér að vona og dreyma um betri tíð með blóm í haga. Þá myndi ástandið smátt og smátt lagast og batna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var einu sinni gamall indjánahöfðingi á ferð um lítið þorp í Perú. Þorpsbúar voru orðnir langeygir eftir regni. Akrarnir í kring voru skrælþurrir eftir langa tíð án vætu og erfitt reyndist bændum að rækta nokkuð. Þeir óskuðu eftir regni til að væta akrana en töluðu sífellt um hversu slæmt ástandið var. Þeir óskuðu eftir jafnvægi í náttúrunni en bölsótuðust sífellt út í hana. Svo þegar umræddur indjánahöfðingi átti leið um gripu íbúar hann glóðvolgan og báðu hann um að hjálpa til með því að fara á fund náttúruaflanna. Indjánahöfðinginn jánkaði bón þeirra. Hann einangraði sig og fastaði í sérstöku bænahúsi sem þorpsbúar áttu. Þarna sat hann í þrjá sólarhringa án þess að bæra á sér og þorpsbúar biðu í ofvæni eftir að hann kæmi út aftur til að heyra hvað náttúran vildi segja um ástandið. Loks opnðust dyrnar og indjánahöfðinginn steig út. Þorpsbúar sem fylgdust vel með bænahúsinu hópuðust nú til að heyra skilaboðin beint frá náttúruöflunum í gegnum þennan roskna mann. Indjánahöfðinginn mælti og sagði að náttúran væri að endurspegla hugarfar þorpsbúa. Þeir væru vanþakklátir og virtu ekki gjafir náttúrunnar og viðkvæmni hennar. Þá skorti hreinlega meiri virðingu fyrir náttúrunni. Þeir tóku henni sem sjálfsögðum hlut án þess að gefa nokkuð tilbaka eða vernda hana. Þeir væru jafnframt endalaust að kvarta og bölsótast út í núverandi ástand sem styrkti slæmt ástand enn frekar. Ójafnvægið í hugarfari fólksins þyrfti fyrst að endurnýja og lagfæra. Þannig myndu þorpsbúar sjá að jafnvægi kæmist aftur á veðurfarið og landið í kringum þá. Samspil manns og náttúru þyrfti að komast á til þess að jörðin tæki stöðu með fólkinu sínu. Þakklæti og virðing var lykillinn að hinu gullna hliði náttúrunnar. Einnig að tala upphátt um allt það sem var í lagi núna þótt það væri fátt til að byrja með. Einblína meira á hvað fólkið vildi sjá gerast en hvað fólkið vildi ekki. Þannig hugarfar og óskir um eitthvað sem ætti sér jafnvel ekki stoð í upphafi gæti hjálpað til að koma hreyfingu á hlutina. Þannig gerðust kraftaverkin. Ef þorpsbúar tækju sig saman um þetta þá myndi allt breytast til hins betra. Fólkið þyrfti að sameinast um að sjá fyrir sér að betri tímar væru í vændum þrátt fyrir ástandið núna. Það átti að að leyfa sér að vona og dreyma um betri tíð með blóm í haga. Þá myndi ástandið smátt og smátt lagast og batna.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun