Mælikvarði samfélagsinnviða þjóða 27. maí 2015 14:48 Það er hvorki sjálfgefið né einfalt mál að bera saman eða mæla frammistöðu þjóða þegar kemur að samkeppnishæfni eða hagsæld þeirra. Margir aðilar víða um heim hafa þróað ólíka mælikvarða og eru áherslurnar mismunandi.Slíkar mælingar geta sjaldnast verið mjög nákvæm vísindi og þær hafa margar hverjar ólíka nálgun á viðfangsefnið. Margir telja þó slíkar mælingar mjög mikilvægar til að forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi geti mótað stefnu til að efla almenna velferð einstaklinga og fyrirtækja. Algengast er, að bæði er stuðst við hagrænar stærðir og síðan skoðanakannanir og mælingar, sem lagt er mat á og reynt að kanna þá félagslegu og hagrænu þætti sem talin eru að geti sagt til um samkeppnishæfni og almenna hagsæld. Þekktasti mælikvarðinn á samkeppnishæfni þjóða er vafalítið „World Economic Forum“ , sem gefinn er út af samnefndri stofnun í Davos í Sviss og hefur verið í þróun í nokkra áratugi. Fulltrúi WEF á Íslandi er Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar eru mældar og vegnar saman 12 stoðir (pillars) á sviði innviða, hagkvæmni og nýsköpunar. Ísland kom lengst af mjög vel út úr þessum staðli, en eftir hrun hefur hallað verulega undan fæti og nú er Ísland iðulega flokkað milli 30 og 40 sæti – meðan nágrannar okkur og þeir sem við viljum bera okkur saman við eru í topp 15 sætunum. Það er því einkar athyglisvert að skoða nýjan mælikvarða á þessu sviði sem nýtur æ meiri hylli á heimsvísu en það er „Social Progress Index“ – eða „ Mælikvarði samfélagsinnviða“ (SPI). Þessi mælikvarði byggir á ákveðinni sérstöðu, þar sem hann tekur eingöngu tillit til samfélagslegra þátta og undanskilur alla hagræna þætti. Í þessum mælikvarða er leitast við að svara þremur lykilspurningum:1) Grunnþarfir einstaklingsins Er viðkomandi samfélag að sjá um að grunninnviðir þess séu ásættanlegir? Þarna eru 4 undirþættir mældir a. Grunnheilbrigðisþjónusta og almenn næring b. Aðgangur að vatni hreinlætisaðstæður c. Húsaskjól d. Öryggi borgaranna2) Grunnur að vellíðan einstaklingsins Eru aðstæður í samfélaginu með þeim hætti að einstaklingar og fyrirtæki/sveitarfélög geti gengið að og viðhaldið velferð? a. Aðgangur að grunnmenntun b. Aðgengi að upplýsingum og samskiptamöguleikar c. Heilsa og almenn líðan d. Sjálfbærni og umhverfisþættir3) Tækifæri einstaklingslins Eru fyrir hendi tækifæri fyrir einstaklinga að nýta hæfileika sína og getu til árangurs a. Mannréttindi b. Skoðanafrelsi c. Umburðarlyndi samfélagsins d. Aðgangur að æðri menntun Það sem gerir SPI mælikvarðann hvað áhugaverðastan er þegar frammistaðan á SPI er sett í samhengi við algengasta mælikvarða sem til er í klassískri hagfræði um frammistöðu þjóða í samkeppnishæfni; nefnilega „GDP per capita“ eða landsframleiðsla á íbúa. Þessi mælikvarði – sem kynntur var af nóbelsverðlaunahafanum Simon Kuznets árið 1932 í kjölfar heimshrunsins 1929 hefur verið notaður sem ávísun á hagsæld þjóða æ síðan. Gildir einu þó Kuznets sjálfur varaði við því manna mest til að draga of miklar ályktanir um forspárgildi mælikvarðans. Vissulega er ákveðin fylgni milli hagrænnar og verðmætasköpunar (GDP pr. Capita) en það er alveg ljóst að það eru fleiri þættir – og á sem snúa að innviðum samfélagsins öðrum frekar – sem hafa úrslitaþýðingu þegar meta á hagsæld þjóða. Af 133 þjóðum sem rannsökuð voru í úttekt SPI fyrir 2015 endaði Ísland í 4. sæti af. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Fimmtudaginn 28. maí verður haldin í Arion banka málþing um stöðu Íslands í SPI og munu þar framáfólk í atvinnulífinu og frá verkalýðshreyfingunni rýna þessar niðurstöður og varpa ljósi á þessu merkilegu staðreynd. Sérstakur gestur málþingsins er Michael Green, yfirritstjóri SPI á heimsvísu og sérstakur áhugamaður um þessa stöðu Íslands. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun ávarpa málþingið. Allir áhugamenn um samkeppnishæfni, samfélagsmálefni og framfarir í þjóðfélaginu eru hvattir til að mæta meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram á www.gekon.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er hvorki sjálfgefið né einfalt mál að bera saman eða mæla frammistöðu þjóða þegar kemur að samkeppnishæfni eða hagsæld þeirra. Margir aðilar víða um heim hafa þróað ólíka mælikvarða og eru áherslurnar mismunandi.Slíkar mælingar geta sjaldnast verið mjög nákvæm vísindi og þær hafa margar hverjar ólíka nálgun á viðfangsefnið. Margir telja þó slíkar mælingar mjög mikilvægar til að forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi geti mótað stefnu til að efla almenna velferð einstaklinga og fyrirtækja. Algengast er, að bæði er stuðst við hagrænar stærðir og síðan skoðanakannanir og mælingar, sem lagt er mat á og reynt að kanna þá félagslegu og hagrænu þætti sem talin eru að geti sagt til um samkeppnishæfni og almenna hagsæld. Þekktasti mælikvarðinn á samkeppnishæfni þjóða er vafalítið „World Economic Forum“ , sem gefinn er út af samnefndri stofnun í Davos í Sviss og hefur verið í þróun í nokkra áratugi. Fulltrúi WEF á Íslandi er Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar eru mældar og vegnar saman 12 stoðir (pillars) á sviði innviða, hagkvæmni og nýsköpunar. Ísland kom lengst af mjög vel út úr þessum staðli, en eftir hrun hefur hallað verulega undan fæti og nú er Ísland iðulega flokkað milli 30 og 40 sæti – meðan nágrannar okkur og þeir sem við viljum bera okkur saman við eru í topp 15 sætunum. Það er því einkar athyglisvert að skoða nýjan mælikvarða á þessu sviði sem nýtur æ meiri hylli á heimsvísu en það er „Social Progress Index“ – eða „ Mælikvarði samfélagsinnviða“ (SPI). Þessi mælikvarði byggir á ákveðinni sérstöðu, þar sem hann tekur eingöngu tillit til samfélagslegra þátta og undanskilur alla hagræna þætti. Í þessum mælikvarða er leitast við að svara þremur lykilspurningum:1) Grunnþarfir einstaklingsins Er viðkomandi samfélag að sjá um að grunninnviðir þess séu ásættanlegir? Þarna eru 4 undirþættir mældir a. Grunnheilbrigðisþjónusta og almenn næring b. Aðgangur að vatni hreinlætisaðstæður c. Húsaskjól d. Öryggi borgaranna2) Grunnur að vellíðan einstaklingsins Eru aðstæður í samfélaginu með þeim hætti að einstaklingar og fyrirtæki/sveitarfélög geti gengið að og viðhaldið velferð? a. Aðgangur að grunnmenntun b. Aðgengi að upplýsingum og samskiptamöguleikar c. Heilsa og almenn líðan d. Sjálfbærni og umhverfisþættir3) Tækifæri einstaklingslins Eru fyrir hendi tækifæri fyrir einstaklinga að nýta hæfileika sína og getu til árangurs a. Mannréttindi b. Skoðanafrelsi c. Umburðarlyndi samfélagsins d. Aðgangur að æðri menntun Það sem gerir SPI mælikvarðann hvað áhugaverðastan er þegar frammistaðan á SPI er sett í samhengi við algengasta mælikvarða sem til er í klassískri hagfræði um frammistöðu þjóða í samkeppnishæfni; nefnilega „GDP per capita“ eða landsframleiðsla á íbúa. Þessi mælikvarði – sem kynntur var af nóbelsverðlaunahafanum Simon Kuznets árið 1932 í kjölfar heimshrunsins 1929 hefur verið notaður sem ávísun á hagsæld þjóða æ síðan. Gildir einu þó Kuznets sjálfur varaði við því manna mest til að draga of miklar ályktanir um forspárgildi mælikvarðans. Vissulega er ákveðin fylgni milli hagrænnar og verðmætasköpunar (GDP pr. Capita) en það er alveg ljóst að það eru fleiri þættir – og á sem snúa að innviðum samfélagsins öðrum frekar – sem hafa úrslitaþýðingu þegar meta á hagsæld þjóða. Af 133 þjóðum sem rannsökuð voru í úttekt SPI fyrir 2015 endaði Ísland í 4. sæti af. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem undanfarin ár hefur Ísland verið á niðurleið í mælingum World Economic Forum og einnig í IMD mælingum sem Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa notað til að kanna samkeppnishæfni þjóða. Fimmtudaginn 28. maí verður haldin í Arion banka málþing um stöðu Íslands í SPI og munu þar framáfólk í atvinnulífinu og frá verkalýðshreyfingunni rýna þessar niðurstöður og varpa ljósi á þessu merkilegu staðreynd. Sérstakur gestur málþingsins er Michael Green, yfirritstjóri SPI á heimsvísu og sérstakur áhugamaður um þessa stöðu Íslands. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun ávarpa málþingið. Allir áhugamenn um samkeppnishæfni, samfélagsmálefni og framfarir í þjóðfélaginu eru hvattir til að mæta meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram á www.gekon.is.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun