Sex mánaða nálgunarbann: Réðst á móður nýfæddra dætra að viðstaddri eigin móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2015 16:06 Maðurinn þrýsti á sauma eftir keisaraskurð og sló konu sína sem var með nokkurra vikna gamlar dætur þeirra í fanginu. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun lögreglustjóra að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni í sex mánuði vegna ofbeldis í garð eiginkonu sinnar og nýbakaðar barnsmóður. Er maðurinn talinn hafa lagt hönd á konuna, þrýst á sauma á maga hennar í kjölfar nýafstaðins keisaraskurðar en auk þess að slegið hana og rifið í hár að viðstaddri eigin móður og dætrum. Málið var kært til Hæstaréttar sem vísaði því frá. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að maðurinn skildi sæta nálgunarbanni mánudaginn 4. maí. Degi fyrr hafði lögregla verið kölluð að heimili móður mannsins eftir tilkynningu frá foreldrum konunnar. Óttuðust þau um líðan dóttur sinnar sem þau sögðu vera í ofbeldisfullu sambandi.Þrýsti á sauma eftir keisaraskurð Maðurinn og konan, sem eru hjón, eignuðust dætur fyrir nokkrum vikum, og gekkst konan undir keisaraskurð. Að hennar sögn lágu þau í rúmi á heimili móður mannsins þegar hann þrýsti á sauma sem konan var með á maganum eftir keisaraskurð. Konuna verkjaði, reiddist manninum og sagðist vilja fara af heimilinu. Tók hún dætur sínar í fangið og gerði sig klára til að hringja símtal, biðja um að verða sótt, þegar maðurinn brást illa við. Maðurinn á að hafa rifið símann úr sambandi, öskrað á hana og rifið í hár hennar. Á meðan hún hafi haldið á dætrum hennar hafi hún rifið hana niður í gólfið á hárinu. Þar sem hún lá hafi hann slegið hana í andlitið með flötum lófa. Móðir mannsins tók þá dæutrnar en maðurinn hélt áfram að rífa í hár konunnar og slá í andlitið. Lögregla var kölluð á vettvang og maðurinn handtekinn. Sjá mátti áverka bæði í andliti konunnar og höndum mannsins að því er segir í greinagerð lögreglustjóra. Konan sagði við lögreglu að maðurinn hefði áður lagt á sig hendur. Hann hefði meðal annars ógnað henni á fæðingardeildinni eftir að dæturnar fæddust. Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem var á vakt umrætt skipti kannaðist við það. Þá fullyrða foreldrar konunnar að samband þeirra hafi einkennst af kúgun og ofbeldi. Óttuðust þau mjög um konuna og dætur hennar. Þá hafi maðurinn sent systur konunnar ljósmynd af eiginkonu sinni í kynferðislegum stellingum. Þá lægju fyrir sms-samskipti mannsins við tengdamóður sína þar sem hann viðurkenni að hluta háttsemi sína.Neitaði árás en viðurkenndi myndsendingu Maðurinn neitaði að hafa ráðist á eiginkonu sína þann 3. maí en kunni engar skýringar á áverkunum á andliti konunnar. Hann viðurkennti þó að hafa brotið síma og tölvu sem eiginkona hans var með á fæðingardeildinni. Sömuleiðis viðurkenndi hann að hafa sent systur eiginkonu sinnar umrædda mynd. Móðir mannsins neitar hins vegar að tjá sig við lögreglu. Þá kemur fram í greinagerð lögreglustjóra að lögreglu hafi borist skilaboð sem maðurinn hafi sent eiginkonu hans þann 6. maí eða tveimur dögum eftir að nálgunarbannið tók gildi. Skilaboðin beri með sér að konunni stafi mikil ógn af manninum. Ljóst sé að hún hafi undanfarið orðið fyrir miklu ónæði og vanlíðan af hans hálfu á sama tíma og hún sé að jafna sig eftir fæðingu tveggja barna og hefði þurft á öllum hans stuðningi að halda. Þyki maðurinn hafa raskað mjög heimilisfriði eiginkonu sinnar og barna þeirra með háttsemi sinni. Héraðsdómur féllst á að friðhelgi konunnar verði ekki verndað með öðrum hætti en með nálgunarbanni. Maðurinn má ekki koma á eða vera í námunda við heimili hennar sem nemur 50 metra radíus umhverfis húsið. Þá má hann ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana á annan hátt. Hæstiréttur vísaði kæru mannsins frá þar sem kærufrestur var liðinn þegar kæran barst Hæstarétti.Úrskurðinn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun lögreglustjóra að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni í sex mánuði vegna ofbeldis í garð eiginkonu sinnar og nýbakaðar barnsmóður. Er maðurinn talinn hafa lagt hönd á konuna, þrýst á sauma á maga hennar í kjölfar nýafstaðins keisaraskurðar en auk þess að slegið hana og rifið í hár að viðstaddri eigin móður og dætrum. Málið var kært til Hæstaréttar sem vísaði því frá. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að maðurinn skildi sæta nálgunarbanni mánudaginn 4. maí. Degi fyrr hafði lögregla verið kölluð að heimili móður mannsins eftir tilkynningu frá foreldrum konunnar. Óttuðust þau um líðan dóttur sinnar sem þau sögðu vera í ofbeldisfullu sambandi.Þrýsti á sauma eftir keisaraskurð Maðurinn og konan, sem eru hjón, eignuðust dætur fyrir nokkrum vikum, og gekkst konan undir keisaraskurð. Að hennar sögn lágu þau í rúmi á heimili móður mannsins þegar hann þrýsti á sauma sem konan var með á maganum eftir keisaraskurð. Konuna verkjaði, reiddist manninum og sagðist vilja fara af heimilinu. Tók hún dætur sínar í fangið og gerði sig klára til að hringja símtal, biðja um að verða sótt, þegar maðurinn brást illa við. Maðurinn á að hafa rifið símann úr sambandi, öskrað á hana og rifið í hár hennar. Á meðan hún hafi haldið á dætrum hennar hafi hún rifið hana niður í gólfið á hárinu. Þar sem hún lá hafi hann slegið hana í andlitið með flötum lófa. Móðir mannsins tók þá dæutrnar en maðurinn hélt áfram að rífa í hár konunnar og slá í andlitið. Lögregla var kölluð á vettvang og maðurinn handtekinn. Sjá mátti áverka bæði í andliti konunnar og höndum mannsins að því er segir í greinagerð lögreglustjóra. Konan sagði við lögreglu að maðurinn hefði áður lagt á sig hendur. Hann hefði meðal annars ógnað henni á fæðingardeildinni eftir að dæturnar fæddust. Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem var á vakt umrætt skipti kannaðist við það. Þá fullyrða foreldrar konunnar að samband þeirra hafi einkennst af kúgun og ofbeldi. Óttuðust þau mjög um konuna og dætur hennar. Þá hafi maðurinn sent systur konunnar ljósmynd af eiginkonu sinni í kynferðislegum stellingum. Þá lægju fyrir sms-samskipti mannsins við tengdamóður sína þar sem hann viðurkenni að hluta háttsemi sína.Neitaði árás en viðurkenndi myndsendingu Maðurinn neitaði að hafa ráðist á eiginkonu sína þann 3. maí en kunni engar skýringar á áverkunum á andliti konunnar. Hann viðurkennti þó að hafa brotið síma og tölvu sem eiginkona hans var með á fæðingardeildinni. Sömuleiðis viðurkenndi hann að hafa sent systur eiginkonu sinnar umrædda mynd. Móðir mannsins neitar hins vegar að tjá sig við lögreglu. Þá kemur fram í greinagerð lögreglustjóra að lögreglu hafi borist skilaboð sem maðurinn hafi sent eiginkonu hans þann 6. maí eða tveimur dögum eftir að nálgunarbannið tók gildi. Skilaboðin beri með sér að konunni stafi mikil ógn af manninum. Ljóst sé að hún hafi undanfarið orðið fyrir miklu ónæði og vanlíðan af hans hálfu á sama tíma og hún sé að jafna sig eftir fæðingu tveggja barna og hefði þurft á öllum hans stuðningi að halda. Þyki maðurinn hafa raskað mjög heimilisfriði eiginkonu sinnar og barna þeirra með háttsemi sinni. Héraðsdómur féllst á að friðhelgi konunnar verði ekki verndað með öðrum hætti en með nálgunarbanni. Maðurinn má ekki koma á eða vera í námunda við heimili hennar sem nemur 50 metra radíus umhverfis húsið. Þá má hann ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana á annan hátt. Hæstiréttur vísaði kæru mannsins frá þar sem kærufrestur var liðinn þegar kæran barst Hæstarétti.Úrskurðinn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira