Móra bar tvisvar: Bóndinn hélt að hann væri ruglaður og vitlaus Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2015 19:30 Ærin Móra á bænum Heiði í Biskupstungum í Bláskógabyggð kom Brynjari Sigurðssyni, eiganda sínum, heldur betur á óvart þegar hún bar fimm lömbum í vikunni með tveggja daga millibili. Í fyrri burðinum komu þrjú lömb og í þeim síðari tvö lömb. Á Heiði eru um 100 fjár og er um helmingur ánna borin. Brynjar á sér uppáhalds kind, hana Móru, sem er mögnuð þegar kemur að sauðburði því hún bar tvisvar í vikunni, fyrst á mánudaginn og síðan aftur á fimmtudaginn. „Ég svo sem hélt að ég væri orðinn ruglaður og vitlaus en það var nú ekki, það komu hildir frá henni og svoleiðis. Ég bar þetta undir fleiri sauðfjárbændur á Facebook síðu og þeir sögðu að þetta hefði komið fyrir og það létti mér heilmikið,“ segir Brynjar. Honum var mikið létt að vera ekki meira ruglaður en vant er. Brynjar segir sögu Móru ótrúlega. „Já, hún er ótrúleg. Af því að þetta er uppáhalds kindin mín, þá er gaman að þetta sé svona“. Hann hefur fengið upplýsingar hjá dýralæknum um það hvernig svona getur gerst. „Já, þeir segja að það séu tvö hólf í henni sem geyma lömbin, það hafi verið í sitthvoru hólfinu, hún hafi losað sig fyrst úr öðru og hinu seinna. Það er bara gaman að þessu.”En eigum við að trúa því að þetta sé svona?„Það er bara ekki um annað að ræða, ég verð að trúa því líka.”En á Brynjar von á því að fleiri kindur hjá honum beri tvisvar?„Nei, það ætla ég ekki að vona. En þetta er spurning, hvort framþróunin sé ekki svona. Láta þær bera tvisvar á ári. En það væri þá gott að hafa smá lengra á milli, ekki nokkra daga,” segir Brynjar og bætir því við að öll lömbin muni fá að lifa. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Ærin Móra á bænum Heiði í Biskupstungum í Bláskógabyggð kom Brynjari Sigurðssyni, eiganda sínum, heldur betur á óvart þegar hún bar fimm lömbum í vikunni með tveggja daga millibili. Í fyrri burðinum komu þrjú lömb og í þeim síðari tvö lömb. Á Heiði eru um 100 fjár og er um helmingur ánna borin. Brynjar á sér uppáhalds kind, hana Móru, sem er mögnuð þegar kemur að sauðburði því hún bar tvisvar í vikunni, fyrst á mánudaginn og síðan aftur á fimmtudaginn. „Ég svo sem hélt að ég væri orðinn ruglaður og vitlaus en það var nú ekki, það komu hildir frá henni og svoleiðis. Ég bar þetta undir fleiri sauðfjárbændur á Facebook síðu og þeir sögðu að þetta hefði komið fyrir og það létti mér heilmikið,“ segir Brynjar. Honum var mikið létt að vera ekki meira ruglaður en vant er. Brynjar segir sögu Móru ótrúlega. „Já, hún er ótrúleg. Af því að þetta er uppáhalds kindin mín, þá er gaman að þetta sé svona“. Hann hefur fengið upplýsingar hjá dýralæknum um það hvernig svona getur gerst. „Já, þeir segja að það séu tvö hólf í henni sem geyma lömbin, það hafi verið í sitthvoru hólfinu, hún hafi losað sig fyrst úr öðru og hinu seinna. Það er bara gaman að þessu.”En eigum við að trúa því að þetta sé svona?„Það er bara ekki um annað að ræða, ég verð að trúa því líka.”En á Brynjar von á því að fleiri kindur hjá honum beri tvisvar?„Nei, það ætla ég ekki að vona. En þetta er spurning, hvort framþróunin sé ekki svona. Láta þær bera tvisvar á ári. En það væri þá gott að hafa smá lengra á milli, ekki nokkra daga,” segir Brynjar og bætir því við að öll lömbin muni fá að lifa.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira