Móra bar tvisvar: Bóndinn hélt að hann væri ruglaður og vitlaus Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2015 19:30 Ærin Móra á bænum Heiði í Biskupstungum í Bláskógabyggð kom Brynjari Sigurðssyni, eiganda sínum, heldur betur á óvart þegar hún bar fimm lömbum í vikunni með tveggja daga millibili. Í fyrri burðinum komu þrjú lömb og í þeim síðari tvö lömb. Á Heiði eru um 100 fjár og er um helmingur ánna borin. Brynjar á sér uppáhalds kind, hana Móru, sem er mögnuð þegar kemur að sauðburði því hún bar tvisvar í vikunni, fyrst á mánudaginn og síðan aftur á fimmtudaginn. „Ég svo sem hélt að ég væri orðinn ruglaður og vitlaus en það var nú ekki, það komu hildir frá henni og svoleiðis. Ég bar þetta undir fleiri sauðfjárbændur á Facebook síðu og þeir sögðu að þetta hefði komið fyrir og það létti mér heilmikið,“ segir Brynjar. Honum var mikið létt að vera ekki meira ruglaður en vant er. Brynjar segir sögu Móru ótrúlega. „Já, hún er ótrúleg. Af því að þetta er uppáhalds kindin mín, þá er gaman að þetta sé svona“. Hann hefur fengið upplýsingar hjá dýralæknum um það hvernig svona getur gerst. „Já, þeir segja að það séu tvö hólf í henni sem geyma lömbin, það hafi verið í sitthvoru hólfinu, hún hafi losað sig fyrst úr öðru og hinu seinna. Það er bara gaman að þessu.”En eigum við að trúa því að þetta sé svona?„Það er bara ekki um annað að ræða, ég verð að trúa því líka.”En á Brynjar von á því að fleiri kindur hjá honum beri tvisvar?„Nei, það ætla ég ekki að vona. En þetta er spurning, hvort framþróunin sé ekki svona. Láta þær bera tvisvar á ári. En það væri þá gott að hafa smá lengra á milli, ekki nokkra daga,” segir Brynjar og bætir því við að öll lömbin muni fá að lifa. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ærin Móra á bænum Heiði í Biskupstungum í Bláskógabyggð kom Brynjari Sigurðssyni, eiganda sínum, heldur betur á óvart þegar hún bar fimm lömbum í vikunni með tveggja daga millibili. Í fyrri burðinum komu þrjú lömb og í þeim síðari tvö lömb. Á Heiði eru um 100 fjár og er um helmingur ánna borin. Brynjar á sér uppáhalds kind, hana Móru, sem er mögnuð þegar kemur að sauðburði því hún bar tvisvar í vikunni, fyrst á mánudaginn og síðan aftur á fimmtudaginn. „Ég svo sem hélt að ég væri orðinn ruglaður og vitlaus en það var nú ekki, það komu hildir frá henni og svoleiðis. Ég bar þetta undir fleiri sauðfjárbændur á Facebook síðu og þeir sögðu að þetta hefði komið fyrir og það létti mér heilmikið,“ segir Brynjar. Honum var mikið létt að vera ekki meira ruglaður en vant er. Brynjar segir sögu Móru ótrúlega. „Já, hún er ótrúleg. Af því að þetta er uppáhalds kindin mín, þá er gaman að þetta sé svona“. Hann hefur fengið upplýsingar hjá dýralæknum um það hvernig svona getur gerst. „Já, þeir segja að það séu tvö hólf í henni sem geyma lömbin, það hafi verið í sitthvoru hólfinu, hún hafi losað sig fyrst úr öðru og hinu seinna. Það er bara gaman að þessu.”En eigum við að trúa því að þetta sé svona?„Það er bara ekki um annað að ræða, ég verð að trúa því líka.”En á Brynjar von á því að fleiri kindur hjá honum beri tvisvar?„Nei, það ætla ég ekki að vona. En þetta er spurning, hvort framþróunin sé ekki svona. Láta þær bera tvisvar á ári. En það væri þá gott að hafa smá lengra á milli, ekki nokkra daga,” segir Brynjar og bætir því við að öll lömbin muni fá að lifa.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira