Toyota og Mazda auka samstarfið Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 09:24 Toyota RAV4 verður ef til vill brátt með SkyActive vél frá Mazda. Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent