Innlent

Þessar götur verða malbikaðar í Reykjavík í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessir menn gætu séð um malbikunina í sumar.
Þessir menn gætu séð um malbikunina í sumar. vísir/pjetur
Malbikunarvinna sumarsins í Reykjavík hefst á morgun þegar byrjað verður að fræsa á Neshaga, Hofsvallagötu og Nesvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Malbik verður svo lagt á þessar götur eftir helgi. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að í sumar sé stefnt að því að leggja 111 þúsund fermetra af malbiki á götur borgarinnar. Það er fyrir utan alla vinnu við stofnbrautir og viðgerðir. Í Fjárhagsáætlun borgarinnar er gert ráð fyrir að kostnaður við malbikun í ár verði 690 milljónir.

Hér má sjá kort af þeim götum sem verða malbikaðar. 

Hér fyrir neðan er listi yfir þær götur og götuhluta sem verða malbikaðir í sumar. Á listanum eru ekki götur sem Vegagerðin sér um, né heldur einstaka malbiksviðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×