Ekki tryggur meirihluti á bakvið virkjanatillögur formanns atvinnuveganefndar Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 18:30 Umhverfisráðherra mun að öllum líkindum ekki styðja tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um nýja virkjanakosti óbreytta. Tillagan gengur út á að bæta fjórum virkjanakostum við þann eina kost sem fyrrverandi umhverfisráðherra lagði til að færi í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram þingsályktun fyrir áramót um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk og byggði tillöguna á niðurstöðum verkefnisstjórnar um verndun og nýtingu landssvæða. Meirihluti atvinnuveganefndar leggur hins vegar til breytingartillögu um fjóra virkjanakosti til viðbótar. Það eru Holta- og Urriðafossvirkjanir í Þjórsá ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Málið kom til síðari umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gerði sitt til að reyna að fá málið tekið út af dagskrá Alþingis í dag en dagskrártillaga hennar var felld. Hins vegar er alveg ljóst að þingmenn stjórnarandstöðunnar munu taka sinn tíma til að ræða þetta á þeim aðeins níu þingfundardögum sem eftir eru á vorþinginu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar „jafn klikkaða og jafn fráleita og ef menn ætluðu sér að virkja Gullfoss.“ Aðrir fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng. „Þessi breytingartillaga er ígildi þess að koma bara með sundurlindisfjandann hérna inn í þingsal. Sýna okkur hann bara. Hún hittir beint inn í kviku einhverra erfiðustu deilumála sem þessi þjóð hefur átt í,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ekki sátt við breytingartillögu atvinnuveganefndar. „Nei ekki að öllu leyti. Ég hef margsinnis sagt það hér á þingi að ég met störf verkefnisstjórnar mjög mikils og vil að hún fái að starfa í friði,“ sagði Sigrún í viðtali við Stöð 2. Hún hefði viljað halda sig við tillögu fyrrverandi ráðherra um Hvammsvirkjun en hún virði rétt þingmanna og nefnda til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. Sjálfri hefði henni ekki þótt óeðlilegt þótt einnig væri lagt til að setja alla þrjá virkjanakostina í Þjórsá í nýtingarflokk þar sem verkefnastjórn hefði lagt það til á síðasta kjörtímabili. „Ég get ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun. Mér finnst að hún þurfi frekari rannsókna við,“ segir Sigrún. Það sama eigi við um Skrokköldu. „Ég ætla ekki að segja hvernig ég greiði atkvæði. Það mun koma í ljós. Ég er að segja það að mér finnst að Hagavatnsvirkjun þarfnist frekari rannsókna,“ ítrekar umhverfisráðherra þegar hún er spurð um stuðning sinn við tillöguna.Þannig að það má eiginlega draga þá ályktun að þú viljir hana út?„Já, já ef menn vilja draga ályktanir af orðum mínum, þá gerir það hver fyrir sig,“ segir Sigrún. Henni þætti gott ef verkefnisstjórninni yrði gefið ráðrúm til að vinna að virkjana- og verndartillögum í um eitt og hálft ár. „Mikið þætti mér gaman ef það væri þannig skilvinda í gangi að ég fengi þrjá til fimm kosti sem mér ber að vernda og maður setti vinnu í gang og gerði það. Síðan kannski þrjá kosti sem færu áfram í virkjun og síðan biði hitt frekari rannsókna. Þannig hef ég litið á að ramminn eigi að virka,“ segir Sigrún og vísar þar til laga um rammaáætlun um vernd og virkjun svæða. Alþingi Tengdar fréttir Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
Umhverfisráðherra mun að öllum líkindum ekki styðja tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um nýja virkjanakosti óbreytta. Tillagan gengur út á að bæta fjórum virkjanakostum við þann eina kost sem fyrrverandi umhverfisráðherra lagði til að færi í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram þingsályktun fyrir áramót um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk og byggði tillöguna á niðurstöðum verkefnisstjórnar um verndun og nýtingu landssvæða. Meirihluti atvinnuveganefndar leggur hins vegar til breytingartillögu um fjóra virkjanakosti til viðbótar. Það eru Holta- og Urriðafossvirkjanir í Þjórsá ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Málið kom til síðari umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gerði sitt til að reyna að fá málið tekið út af dagskrá Alþingis í dag en dagskrártillaga hennar var felld. Hins vegar er alveg ljóst að þingmenn stjórnarandstöðunnar munu taka sinn tíma til að ræða þetta á þeim aðeins níu þingfundardögum sem eftir eru á vorþinginu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar „jafn klikkaða og jafn fráleita og ef menn ætluðu sér að virkja Gullfoss.“ Aðrir fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng. „Þessi breytingartillaga er ígildi þess að koma bara með sundurlindisfjandann hérna inn í þingsal. Sýna okkur hann bara. Hún hittir beint inn í kviku einhverra erfiðustu deilumála sem þessi þjóð hefur átt í,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ekki sátt við breytingartillögu atvinnuveganefndar. „Nei ekki að öllu leyti. Ég hef margsinnis sagt það hér á þingi að ég met störf verkefnisstjórnar mjög mikils og vil að hún fái að starfa í friði,“ sagði Sigrún í viðtali við Stöð 2. Hún hefði viljað halda sig við tillögu fyrrverandi ráðherra um Hvammsvirkjun en hún virði rétt þingmanna og nefnda til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. Sjálfri hefði henni ekki þótt óeðlilegt þótt einnig væri lagt til að setja alla þrjá virkjanakostina í Þjórsá í nýtingarflokk þar sem verkefnastjórn hefði lagt það til á síðasta kjörtímabili. „Ég get ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun. Mér finnst að hún þurfi frekari rannsókna við,“ segir Sigrún. Það sama eigi við um Skrokköldu. „Ég ætla ekki að segja hvernig ég greiði atkvæði. Það mun koma í ljós. Ég er að segja það að mér finnst að Hagavatnsvirkjun þarfnist frekari rannsókna,“ ítrekar umhverfisráðherra þegar hún er spurð um stuðning sinn við tillöguna.Þannig að það má eiginlega draga þá ályktun að þú viljir hana út?„Já, já ef menn vilja draga ályktanir af orðum mínum, þá gerir það hver fyrir sig,“ segir Sigrún. Henni þætti gott ef verkefnisstjórninni yrði gefið ráðrúm til að vinna að virkjana- og verndartillögum í um eitt og hálft ár. „Mikið þætti mér gaman ef það væri þannig skilvinda í gangi að ég fengi þrjá til fimm kosti sem mér ber að vernda og maður setti vinnu í gang og gerði það. Síðan kannski þrjá kosti sem færu áfram í virkjun og síðan biði hitt frekari rannsókna. Þannig hef ég litið á að ramminn eigi að virka,“ segir Sigrún og vísar þar til laga um rammaáætlun um vernd og virkjun svæða.
Alþingi Tengdar fréttir Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39
Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04