Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:00 mynd/landvernd Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Alþingi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira