Hyundai, Volvo og Benz selja bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 10:29 Er framtíðin fólgin í bílkaupum á netinu. Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent
Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent