Innlent

Óttaðist að fólk hefði ekki áhuga á að kynnast sér út af líkamsvextinum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"já en sko..ég er ekki með fullkominn líkama, maginn minn er mjúkur, þú vilt ábyggilega ekkert kynnast mér“
"já en sko..ég er ekki með fullkominn líkama, maginn minn er mjúkur, þú vilt ábyggilega ekkert kynnast mér“ mynd/sigurður haraldsson
Sunna Mjöll Bjarnadóttir ákvað í kvöld að segja staðalímyndum stríð á hendur og er staðráðin í að elska sjálfa sig eins og hún er. Fyrsta skrefið í baráttu hennar var að fara langt út fyrir þægindarammann og birti mynd af sér í evuklæðunum einum fata. Hún vonast til að fólk hætti að gagnrýna sjálft sig og nágrannann. Of mikið sé um fordóma.

Allir fallegir – stórir sem smáir

„Ég vil sýna fólki að það eru allir fallegir, sama hversu stórir eða smáir þeir eru. Við eigum að elska okkur sama hvernig við lítum út því það er bara eitt eintak af okkur. Við eigum bara einn líkama og við þurfum að elska hann,“ segir Sunna Mjöll í samtali við V'isi.

Hún segir að erfitt hafi verið að taka þá ákvörðun að sitja fyrir nakin. Hún hafi þurft að sofa á því í nokkrar vikur áður en hún tók stóra skrefið. Í kjölfarið tók við ákvörðun hvort hún myndi birta myndina á netinu sem hún og gerði. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.

„Ég er mjög ánægð með að hafa ákveðið að slá til. Fólk hefur verið að senda mér einkaskilaboð og þakka fyrir þannig að þetta er greinilega að virka,“ segir hún en bætir við að hún eigi vel von á gagnrýni. „Ég held að einhverjum finnist þetta athyglissýki, en það er ekki ætlunin. Ég er aðallega að minna fólk á að vera sátt í sínum eigin líkama.“

Afsakaði útlit sitt

Sunna Mjöll segir að henni hafi alla tíð liðið illa í eigin skinni. Hún hafi til að mynda oft staðið sjálfa sig að því að afsaka útlit sitt og óttast það að fólk hefðu ekki áhuga á að kynnast sér. „Sem dæmi er yfirleitt það fyrsta sem ég segi þegar einhver strákur fer að tala við mig er eitthvað á þessa leið: „já en sko..ég er ekki með fullkominn líkama, maginn minn er mjúkur, þú vilt ábyggilega ekkert kynnast mér“,“ segir hún.

Sunna minnir fólk því á að sönn fegurð kemur að innan og vill að allir miðli því áfram, sérstaklega til yngri kynslóðarinnar. „Sama hvernig þú lítur út, þú ert alltaf besta eintakið af manneskjunni sem þú ert.“

Pistil hennar má lesa í heild hér fyrir neðan.

Þægindaramminn er víst þannig gerður að stundum þarf maður að taka alveg svakalega stórt skref út fyrir hann. Fyrir...

Posted by Sunna Mjöll Bjarnadóttir on 15. maí 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×