Innlent

Björgunarskip Landsbjargar kom trillu til aðstoðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Stöð 2
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi var kallað út í gærkvöldi vegna trillu sem bilaði í innsiglingunni í höfnina. Einn maður var um borð og í tilkynningu frá Landsbjörg segir að talin hafi verið nokkur hætta á ferðum þar sem bátinn rak að landi og var björgunarskipið því kallað út á fyrsta forgangi.

Aðeins liðu fjórar mínútur frá því að útkallið barst og þar til björgunarskipið var komið að bilaða bátnum. Bæði var stutt að fara og skipstjóri björgunarskipsins var við vinnu við hafnarvigtina þegar kallið kom.

Báturinn var tekinn í tog og dreginn til hafnar og var útkallinu lokið á um 20 mínútum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×