Innlent

Göngin verða opin þrátt fyrir auglýsingu um annað

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Malbikun gekk mun hraðar en ráð var fyrir gert og því voru göngin opnuð í nótt.
Malbikun gekk mun hraðar en ráð var fyrir gert og því voru göngin opnuð í nótt. Vísir/Pjetur
Hvalfjarðargöng verða opin næstu nótt, aðfararnótt miðvikudagsgins tuttugasta og annars maí, en áður hafði verið auglýst að göngin yrðu lokuð.

Í tilkynningu frá Speli, rekstraraðila Hvalfjarðarganga, segir að auglýst hafi verið og kynnt að lokað yrði á þeim tíma í framhaldi af malbikun um liðna helgi og vegna viðhalds.

Verkum miðaði hins vegar mun hraðar en ráð var fyrir gert og því voru göngin opnuð í nótt og er framkvæmdum því lokið í göngunum að sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×