„Kerfið hefur algjörlega brugðist“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2015 13:50 Signa Hrönn Stefánsdóttir og Reynir Svan Sveinbjörnsson með dætur sínar tvær. Mynd/Signa Hrönn Signa Hrönn Stefánsdóttir og maðurinn hennar, Reynir Svan Sveinbjörnsson, keyptu sér íbúð á Akureyri í janúar 2008 og fluttu inn í hana rétt fyrir hrun. Þau fluttu út úr íbúðinni í gær, ásamt tveimur ungum dætrum sínum, þar sem Íbúðalánasjóður keypti íbúðina þann 31. mars síðastliðinn á eina milljón króna. „Við lögðum á sínum tíma 4 milljónir í íbúðina og tókum lán upp á 19 milljónir. Milljónirnar fjórar gufuðu svo upp nokkrum mánuðum eftir hrun og lánið stökkbreyttist. Það stendur nú í tæpum 34 milljónum en við hættum að greiða af því fyrir ári síðan,“ segir Signa í samtali við Vísi.Pössuðu hvorki inn í 110% leiðina né skuldaðlögunina Áður en þau hjónin hættu að greiða af láninu höfðu þau reynt að fara 110% leiðina og einnig sótt um skuldaaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. „Við gerðum eins og bankinn hvatti okkur til á sínum tíma og fengum lánað veð hjá foreldrum okkar. Það kom síðan í ljós að við pössuðum ekki inn í 110% leiðina því lánið hjá Íbúðalánasjóði var 109%. Foreldrar okkar reyndu þá að fara 110% leiðina en það gekk ekki heldur þar sem þau voru ekki að borga af láninu,“ segir Signa. Þau hafi svo heldur ekki fengið skuldaaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara því þau voru ekki bæði í 100% vinnu. „Ég er í 50% vinnu á sambýli og vinn á kvöldin og um helgar. Þannig spara ég dagmömmukostnað fyrir yngri dóttur okkar og gat sýnt þeim svart á hvítu að við hefðum hærri tekjur með þessu fyrirkomulagi en ef ég væri í 100% dagvinnu og þyrfti að borga fyrir dagmömmu. Það skipti hins vegar engu og þeir sögðu bara nei.“ Signa segir að þau hafi svo fengið milljón út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Ein milljón hjálpar auðvitað ekki neitt svo þessi leiðrétting sem átti að hjálpa öllum hefur ekki gert það.“Lán þeirra hjóna stökkbreyttist í hruninu og peningarnir sem þau höfðu lagt í íbúðina gufuðu upp.Mynd/Signa HrönnBúin að borga 12 milljónir af láninu Á einum tímapunkti fengu Signa og Reynir að heyra að þau stæðu alltaf í skilum og þess vegna væri ekkert hægt að gera fyrir þau. „Við erum búin að borgar 12 milljónir af þessu 19 milljóna króna láni sem við tókum, fyrir utan svo 4 milljónirnar sem gufuðu upp. Þegar við vorum búin að reyna að tala við alla jakkafatamennina, eins og ég kalla þá, í tvö ár og sáum að ekkert yrði hægt að gera ákváðum við að hætta að borga af láninu. Það má eiginlega segja að því lengur sem við borguðum af láninu, því stærri holu grófum við okkur í því það hækkaði bara og hækkaði,“ segir Signa. Þegar þau hættu að borga af íbúðinni fyrir sléttu ári síðan fór ferli í gang sem lauk í gær þegar þau fluttu út úr henni. Þau búa nú hjá foreldrum Signu í 10 fermetra herbergi en stefna á að flytja til Noregs þar sem Reynir hefur verið við vinnu síðustu misseri.Signa og Reynir stefna á að flytja með dætur sínar til Noregs. Mynd/Signa Hrönn„Ekkert hægt að búa hérna með börn“ „Þetta tekur mikið á eldri stelpuna okkar sem er 4 ára. Hún skilur ekkert af hverju hún þarf að flytja úr herberginu sínu og heim til ömmu og afa en vinkona hennar flytur úr sínu herbergi í nýtt hús og fær nýtt herbergi. Það er í rauninni ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að flytja til Noregs. Það er ekkert hægt að búa hérna með börn og þó að fólk segi að allt sé svo dýrt í Noregi þá er kaupmátturinn þar miklu meiri en hér.“ Signa segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði um 34 milljóna króna lánið. „Við erum auðvitað með það á bakinu. Við eigum aðeins eftir að skoða hvað er best að gera. Nú tökum við í rauninni bara einn dag í einu og sjáum hvað setur.“ Aðspurð hvort henni finnist sem að kerfið hafi brugðist þeim segir hún. „Já, kerfið hefur algjörlega brugðist. Þetta á ekki að vera svona, þetta á ekki að virka svona. Þeir vilja greinilega bara missa allt ungt fólk úr landi því þeir eru ekki að gera neitt. Því miður erum við hvorki þau fyrstu sem lenda í þessu né síðustu, það er fullt af fólki á götunni sem hefur misst húsnæði sitt, en við erum heppin að hafa í hús að venda og að geta verið hér hjá foreldrum mínum. Það eru ekki allir svo heppnir,“ segir Signa að lokum.Í gærkveldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undafarnar vikur. í þessari íbúð hö...Posted by Signa Hrönn Stefánsdóttir on Friday, 1 May 2015 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Signa Hrönn Stefánsdóttir og maðurinn hennar, Reynir Svan Sveinbjörnsson, keyptu sér íbúð á Akureyri í janúar 2008 og fluttu inn í hana rétt fyrir hrun. Þau fluttu út úr íbúðinni í gær, ásamt tveimur ungum dætrum sínum, þar sem Íbúðalánasjóður keypti íbúðina þann 31. mars síðastliðinn á eina milljón króna. „Við lögðum á sínum tíma 4 milljónir í íbúðina og tókum lán upp á 19 milljónir. Milljónirnar fjórar gufuðu svo upp nokkrum mánuðum eftir hrun og lánið stökkbreyttist. Það stendur nú í tæpum 34 milljónum en við hættum að greiða af því fyrir ári síðan,“ segir Signa í samtali við Vísi.Pössuðu hvorki inn í 110% leiðina né skuldaðlögunina Áður en þau hjónin hættu að greiða af láninu höfðu þau reynt að fara 110% leiðina og einnig sótt um skuldaaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. „Við gerðum eins og bankinn hvatti okkur til á sínum tíma og fengum lánað veð hjá foreldrum okkar. Það kom síðan í ljós að við pössuðum ekki inn í 110% leiðina því lánið hjá Íbúðalánasjóði var 109%. Foreldrar okkar reyndu þá að fara 110% leiðina en það gekk ekki heldur þar sem þau voru ekki að borga af láninu,“ segir Signa. Þau hafi svo heldur ekki fengið skuldaaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara því þau voru ekki bæði í 100% vinnu. „Ég er í 50% vinnu á sambýli og vinn á kvöldin og um helgar. Þannig spara ég dagmömmukostnað fyrir yngri dóttur okkar og gat sýnt þeim svart á hvítu að við hefðum hærri tekjur með þessu fyrirkomulagi en ef ég væri í 100% dagvinnu og þyrfti að borga fyrir dagmömmu. Það skipti hins vegar engu og þeir sögðu bara nei.“ Signa segir að þau hafi svo fengið milljón út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. „Ein milljón hjálpar auðvitað ekki neitt svo þessi leiðrétting sem átti að hjálpa öllum hefur ekki gert það.“Lán þeirra hjóna stökkbreyttist í hruninu og peningarnir sem þau höfðu lagt í íbúðina gufuðu upp.Mynd/Signa HrönnBúin að borga 12 milljónir af láninu Á einum tímapunkti fengu Signa og Reynir að heyra að þau stæðu alltaf í skilum og þess vegna væri ekkert hægt að gera fyrir þau. „Við erum búin að borgar 12 milljónir af þessu 19 milljóna króna láni sem við tókum, fyrir utan svo 4 milljónirnar sem gufuðu upp. Þegar við vorum búin að reyna að tala við alla jakkafatamennina, eins og ég kalla þá, í tvö ár og sáum að ekkert yrði hægt að gera ákváðum við að hætta að borga af láninu. Það má eiginlega segja að því lengur sem við borguðum af láninu, því stærri holu grófum við okkur í því það hækkaði bara og hækkaði,“ segir Signa. Þegar þau hættu að borga af íbúðinni fyrir sléttu ári síðan fór ferli í gang sem lauk í gær þegar þau fluttu út úr henni. Þau búa nú hjá foreldrum Signu í 10 fermetra herbergi en stefna á að flytja til Noregs þar sem Reynir hefur verið við vinnu síðustu misseri.Signa og Reynir stefna á að flytja með dætur sínar til Noregs. Mynd/Signa Hrönn„Ekkert hægt að búa hérna með börn“ „Þetta tekur mikið á eldri stelpuna okkar sem er 4 ára. Hún skilur ekkert af hverju hún þarf að flytja úr herberginu sínu og heim til ömmu og afa en vinkona hennar flytur úr sínu herbergi í nýtt hús og fær nýtt herbergi. Það er í rauninni ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að flytja til Noregs. Það er ekkert hægt að búa hérna með börn og þó að fólk segi að allt sé svo dýrt í Noregi þá er kaupmátturinn þar miklu meiri en hér.“ Signa segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði um 34 milljóna króna lánið. „Við erum auðvitað með það á bakinu. Við eigum aðeins eftir að skoða hvað er best að gera. Nú tökum við í rauninni bara einn dag í einu og sjáum hvað setur.“ Aðspurð hvort henni finnist sem að kerfið hafi brugðist þeim segir hún. „Já, kerfið hefur algjörlega brugðist. Þetta á ekki að vera svona, þetta á ekki að virka svona. Þeir vilja greinilega bara missa allt ungt fólk úr landi því þeir eru ekki að gera neitt. Því miður erum við hvorki þau fyrstu sem lenda í þessu né síðustu, það er fullt af fólki á götunni sem hefur misst húsnæði sitt, en við erum heppin að hafa í hús að venda og að geta verið hér hjá foreldrum mínum. Það eru ekki allir svo heppnir,“ segir Signa að lokum.Í gærkveldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undafarnar vikur. í þessari íbúð hö...Posted by Signa Hrönn Stefánsdóttir on Friday, 1 May 2015
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira