Fyrir Þingeyinga, sem beðið hafa eftir iðnaðaruppbyggingu við Húsavík, eru þetta langþráð tímamót. Vinnuvélarnar eru mættar á Bakka og eru sterk vísbending um að vart verði aftur snúið úr þessu. ÞS-verktakar frá Egilsstöðum eru byrjaðir að legga vinnuveg af þjóðveginum og inn á iðnaðarlóðina svo unnt sé að hefja jarðvegsframkvæmdir vegna kísilvers PCC í júnímánuði. Vegagerðin kostar milli 30 og 40 milljónir króna og er á vegum sveitarfélagsins Norðurþings en PCC ábyrgist kostnaðinn.
