Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2015 20:59 Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. Það var í desember síðastliðinn sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum um kísilver þýska félagsins PCC. Nú hafa bæði Landsnet og Landsvirkjun gert nýja samninga sem eiga að höggva á hnútinn. „Við erum ánægð með þetta skref og það má segja að þetta sé að ganga hraðar en við bjuggumst við eftir að úrskurður ESA kom í desember,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. -Þýðir þetta að það er búið að höggva á hnútinn gagnvart ESA? „Já, við vonum það. Við höfum átt ágætt samstarf við þá frá því í desember og mikil upplýsingagjöf átt sér stað og viðræður milli okkar og ESA. Og við vonum að það sé komið í höfn núna,“ segir Hörður. Á Húsavík sagði bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, nú síðdegis að menn brostu af gleði vegna þessara frétta enda benti nú flest til þess að ný tímaáætlun PCC um að hefja framkvæmdir á Bakka í sumar muni standast.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Forstjóri Landsvirkjunar segir að nú taki við allt að átta vikna frestur sem ESA hefur til að gefa endanlegt svar. Mikilvægt sé að hafa í huga að samningurinn sé ekki orðinn bindandi fyrr en eftir þann tíma. Þá þurfi PCC í kjölfarið að ljúka ákveðnum þáttum varðandi fjármögnun. „En þetta er stórt skref í að klára þetta verkefni,“ segir Hörður Arnarson. Tengdar fréttir Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. Það var í desember síðastliðinn sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum um kísilver þýska félagsins PCC. Nú hafa bæði Landsnet og Landsvirkjun gert nýja samninga sem eiga að höggva á hnútinn. „Við erum ánægð með þetta skref og það má segja að þetta sé að ganga hraðar en við bjuggumst við eftir að úrskurður ESA kom í desember,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. -Þýðir þetta að það er búið að höggva á hnútinn gagnvart ESA? „Já, við vonum það. Við höfum átt ágætt samstarf við þá frá því í desember og mikil upplýsingagjöf átt sér stað og viðræður milli okkar og ESA. Og við vonum að það sé komið í höfn núna,“ segir Hörður. Á Húsavík sagði bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, nú síðdegis að menn brostu af gleði vegna þessara frétta enda benti nú flest til þess að ný tímaáætlun PCC um að hefja framkvæmdir á Bakka í sumar muni standast.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Forstjóri Landsvirkjunar segir að nú taki við allt að átta vikna frestur sem ESA hefur til að gefa endanlegt svar. Mikilvægt sé að hafa í huga að samningurinn sé ekki orðinn bindandi fyrr en eftir þann tíma. Þá þurfi PCC í kjölfarið að ljúka ákveðnum þáttum varðandi fjármögnun. „En þetta er stórt skref í að klára þetta verkefni,“ segir Hörður Arnarson.
Tengdar fréttir Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38
Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16