Innlent

Handtekinn fyrir að stela olíu úr rútum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Öryggisverðir Securitas héldu manninum þangað til að lögregla kom á vettvang og handtók hann..
Öryggisverðir Securitas héldu manninum þangað til að lögregla kom á vettvang og handtók hann.. vísir
Tilkynnt var um umferðaróhapp á Breiðholtsbraut á tólfta tímanum í gær þar sem bílstjóri ók aftan á annan bíl og freistaði síðan þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Þetta kemur fram í skeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vegfarendur sem urðu vitni að árekstrinum tóku þá til sinna ráða og héldu manninum þangað til að lögregla kom á vettvang. Bílstjórinn var síðan fluttur á lögreglustöðina á Hverfistöku, blóðsýni tekið og gisti hann fangageymslu. Hann verður yfirheyrður í dag.

Á öðrum tímanum í nótt barst síðan lögreglu tilkynningu um mann sem var að stela olíu úr rútum í Kópavogi. Öryggisverðir Securitas héldu manninum þangað til að lögregla kom á vettvang og handtók hann. Tekið var blóðsýni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann gisti fangageymslu.

Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði bílstjóra á þriðja tímanum vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu á lögreglustöðinni í Hverfisgötu en hann gat ekki gert grein fyrir sér eða sýnt skilríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×