Enski boltinn

Móðir leikmanns lamdi aðalsamningamann Arsenal

Maitland-Niles í leik með Arsenal.
Maitland-Niles í leik með Arsenal. vísir/getty
Mæður elska syni sína og eru oft á tíðum óhræddar við að gera hvað sem er til þess að hjálpa þeim.

Móðir hins unga og efnilega leikmanns Arsenal, Ainsley Maitland-Niles, gekk líklega aðeins of langt á dögunum er hún hreinlega gekk í skrokk á mönnum.

Jule Niles var handtekinn eftir að hafa lamið aðalsamningamann Arsenal sem og annan starfsmann félagsins. Lögreglan sleppti henni skömmu síðar en henni hefur verið bannað að koma nálægt skrifstofum félagsins sem og æfingasvæði.

Hún mætti þó á leik hjá U-21 árs liði Arsenal á föstudag þar sem hún hélt áfram að láta öllum illum látum. Meðal annars hótaði hún að taka soninn af velli.

Lögreglan var aftur kölluð á svæðið og slapp Niles með aðvörun.

Sonur hennar spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal í desember er hann kom af bekknum í Meistaradeildarleik. Hann er aðeins 17 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×