Grunaður um stórfellda líkamsárás á barnsmóður sína: „Núna stoppar mig ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2015 13:35 Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa ráðist á barnsmóður sína í bílnum hennar fyrir rúmri viku síðan. vísir/getty Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. apríl síðastliðnum þar sem kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að karlmaður skyldi sæta 6 mánaða nálgunarbanni var hafnað. Var dómurinn ómerktur vegna þess að ekki þótti ljóst af bókunum við fyrirtöku málsins í héraðsdómi hvort að konan sem fór fram á nálgunarbannið hafi dregið kröfu sína um það til baka eða ekki. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan og maðurinn eigi tvö börn saman og hafi verið í sambúð þar til í febrúar í fyrra. Í dómnum eru rakin tilfelli þar sem maðurinn er grunaður um að hafa lagt hendur á konuna og haft í hótunum við hana. Er hann meðal annars grunaður um að hafa ráðist á konuna þann 22. apríl síðastliðinn. Lögreglan var þá kölluð að heimili konunnar en maðurinn á að hafa ráðist á hana þar sem hún var inni í bílnum sínum.Kastaði konunni til og frá í bílnum Sagði konan við lögreglu að hún hefði verið inn í bílnum þegar maðurinn kom þangað inn. Á hann að hafa kastað konunni til og frá í bílnum með þeim afleiðingum að „hún hefði skollið með höfuðið í harða hluti í bifreiðinni.“ Þá hafi maðurinn jafnframt haldið um hálsinn á henni svo hún átti erfitt með andardrátt og kýlt hana í höfuðið. Konan sýndi lögreglunni skilaboð sem hún fékk frá manninum á Facebook kvöldið áður þar sem hann segir við hana „nú stoppar mig ekkert.“ Tvö vitni urðu að árás mannsins á konuna. Sagði annað þeirra við lögreglu að það hefði séð að maðurinn var búinn að spenna konuna á milli framsætanna í bílnum. Hann hafi þrýst konunni í gólfið og var að berja hana. Vitnið stöðvaði manninn og tók hann út úr bílnum sem flúði af vettvangi.Rifbeinsbrot og líflátshótanir Konan leitaði á slysadeild í kjölfar árásarinnar en hún rifbeinsbrotnaði og hlaut yfirborðsáverka á hálsi og höfði. Í dómi héraðsdóms eru jafnframt rakin tvö önnur tilvik á seinustu þremur vikum þar sem lögregla hafi verið kölluð til vegna ofbeldis af hálfu mannsins í garð konunnar. Þá á hann jafnframt að hafa haft í hótunum við hana, meðal annars líflátshótunum. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu um nálgunarbann vegna þess að konan féll frá kröfunni. Hæstiréttur telur það hins vegar vafa undirorpið og hefur því sent málið aftur heim í hérað til efnislegrar meðferðar.Dóma Hæstaréttar og héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. apríl síðastliðnum þar sem kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að karlmaður skyldi sæta 6 mánaða nálgunarbanni var hafnað. Var dómurinn ómerktur vegna þess að ekki þótti ljóst af bókunum við fyrirtöku málsins í héraðsdómi hvort að konan sem fór fram á nálgunarbannið hafi dregið kröfu sína um það til baka eða ekki. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan og maðurinn eigi tvö börn saman og hafi verið í sambúð þar til í febrúar í fyrra. Í dómnum eru rakin tilfelli þar sem maðurinn er grunaður um að hafa lagt hendur á konuna og haft í hótunum við hana. Er hann meðal annars grunaður um að hafa ráðist á konuna þann 22. apríl síðastliðinn. Lögreglan var þá kölluð að heimili konunnar en maðurinn á að hafa ráðist á hana þar sem hún var inni í bílnum sínum.Kastaði konunni til og frá í bílnum Sagði konan við lögreglu að hún hefði verið inn í bílnum þegar maðurinn kom þangað inn. Á hann að hafa kastað konunni til og frá í bílnum með þeim afleiðingum að „hún hefði skollið með höfuðið í harða hluti í bifreiðinni.“ Þá hafi maðurinn jafnframt haldið um hálsinn á henni svo hún átti erfitt með andardrátt og kýlt hana í höfuðið. Konan sýndi lögreglunni skilaboð sem hún fékk frá manninum á Facebook kvöldið áður þar sem hann segir við hana „nú stoppar mig ekkert.“ Tvö vitni urðu að árás mannsins á konuna. Sagði annað þeirra við lögreglu að það hefði séð að maðurinn var búinn að spenna konuna á milli framsætanna í bílnum. Hann hafi þrýst konunni í gólfið og var að berja hana. Vitnið stöðvaði manninn og tók hann út úr bílnum sem flúði af vettvangi.Rifbeinsbrot og líflátshótanir Konan leitaði á slysadeild í kjölfar árásarinnar en hún rifbeinsbrotnaði og hlaut yfirborðsáverka á hálsi og höfði. Í dómi héraðsdóms eru jafnframt rakin tvö önnur tilvik á seinustu þremur vikum þar sem lögregla hafi verið kölluð til vegna ofbeldis af hálfu mannsins í garð konunnar. Þá á hann jafnframt að hafa haft í hótunum við hana, meðal annars líflátshótunum. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu um nálgunarbann vegna þess að konan féll frá kröfunni. Hæstiréttur telur það hins vegar vafa undirorpið og hefur því sent málið aftur heim í hérað til efnislegrar meðferðar.Dóma Hæstaréttar og héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira