Bryndísi var bjargað frá drukknun: „Ég vakna við að ég er að ná andanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 15:30 Bryndís A. Rail er afar þakklát þeim sem komu að björgun hennar í sundlauginni á Hellu á laugardag. Vísir/Aðsend „Ég vakna við það að ég er að ná andanum, segir Bryndís A. Rail, kennari úr Garðabæ, sem var bjargað frá drukknun í sundlauginni á Hellu síðastliðinn laugardag. Bryndís hafði farið í heita pottinn áður en hún ákvað að synda nokkrar ferðir. „Ég fann fyrir þreytu og svo bara sofnaði ég. Ég upplifði aldrei þessa drukknunartilfinningu eða að ég væri ekki að ná að bakkanum, að ég þyrfti að berjast,“ segir Bryndís en sundlaugarvörðum og sundlaugargestum hefur verið hrósað fyrir snarræði þegar ljóst var að Bryndís var meðvitundarlaus í lauginni. Tveir sundlaugarverðir voru í afgreiðslunni og spruttu þeir af stað þegar þeim varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þeir komu Bryndísi upp á sundlaugarbakkann þar sem þeir hófu endurlífgunartilraunir á henni. Þegar læknir kom á staðinn var hún komin til meðvitundar.Sjá einnig:Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs Forstöðumaður sundlaugarinnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að skyndihjálpar- og björgunarkennsla hefði bjargað lífi Bryndísar.Hugsanlega of lengi í heita pottinum „Ég er búin að vera í rannsóknum hjá hjartalæknum í dag og þá grunar að ég hafi misst meðvitund. Það er líklegast. Hugsanlega var ég of lengi í heita pottinum áður en ég fór ofan í og þá víkka æðarnar og svo lækkar maður í blóðþrýstingi,“ segir Bryndís en hún segist hafa áttað sig á aðstæðum um leið og hún komst til meðvitundar. „Ég vakna við það að ég er að ná andanum. Ég er ekkert í þannig ástandi að ég hugsa hvar er ég og hvað gerðist. Ég gerði mér alveg fyllilega grein fyrir að ég væri í sundi á Hellu og það hefur eitthvað gerst. Það var kannski gott að ég fann það alveg að það var ekkert að mér. Ég skynjaði það alveg strax, ég kom alveg heil út úr þessu,“ segir Bryndís. Hún hafði farið í sund ásamt tveimur frænkum sínum og var hringt í systur hennar og dóttur sem voru í sumarbústað í grennd við Hellu. „Þær höfðu ekki orð til að lýsa því hvernig var staðið að þessu,“ segir Bryndís. Hún vill skila þakklæti til sundlaugargesta sem tóku frænkur hennar að sér og hringdu í systur Bryndísar.Óaðfinnanlegt „Svo auðvitað strákarnir tveir í afgreiðslunni sem hlupu út í laugina og náðu í mig. Og lögreglan sem keyrði dóttur mína í bæinn og sjúkraflutningamennirnir og þyrluteymið. Þetta var óaðfinnanlegt frá A til Ö. Bæði hjá þeim sem eru ólærðir og fagmenn, það er öll línan,“ segir Bryndís sem ætlar að færa starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar köku og þakka fyrir björgunina.En ætlar hún í sund aftur? „Ég er ekki mjög spennt fyrir því að fara í sund en ég ætla að skella mér. Þá byrja ég á því að synda nokkrar ferðir og fer síðan í heita pottinn.“ Tengdar fréttir Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
„Ég vakna við það að ég er að ná andanum, segir Bryndís A. Rail, kennari úr Garðabæ, sem var bjargað frá drukknun í sundlauginni á Hellu síðastliðinn laugardag. Bryndís hafði farið í heita pottinn áður en hún ákvað að synda nokkrar ferðir. „Ég fann fyrir þreytu og svo bara sofnaði ég. Ég upplifði aldrei þessa drukknunartilfinningu eða að ég væri ekki að ná að bakkanum, að ég þyrfti að berjast,“ segir Bryndís en sundlaugarvörðum og sundlaugargestum hefur verið hrósað fyrir snarræði þegar ljóst var að Bryndís var meðvitundarlaus í lauginni. Tveir sundlaugarverðir voru í afgreiðslunni og spruttu þeir af stað þegar þeim varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þeir komu Bryndísi upp á sundlaugarbakkann þar sem þeir hófu endurlífgunartilraunir á henni. Þegar læknir kom á staðinn var hún komin til meðvitundar.Sjá einnig:Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs Forstöðumaður sundlaugarinnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að skyndihjálpar- og björgunarkennsla hefði bjargað lífi Bryndísar.Hugsanlega of lengi í heita pottinum „Ég er búin að vera í rannsóknum hjá hjartalæknum í dag og þá grunar að ég hafi misst meðvitund. Það er líklegast. Hugsanlega var ég of lengi í heita pottinum áður en ég fór ofan í og þá víkka æðarnar og svo lækkar maður í blóðþrýstingi,“ segir Bryndís en hún segist hafa áttað sig á aðstæðum um leið og hún komst til meðvitundar. „Ég vakna við það að ég er að ná andanum. Ég er ekkert í þannig ástandi að ég hugsa hvar er ég og hvað gerðist. Ég gerði mér alveg fyllilega grein fyrir að ég væri í sundi á Hellu og það hefur eitthvað gerst. Það var kannski gott að ég fann það alveg að það var ekkert að mér. Ég skynjaði það alveg strax, ég kom alveg heil út úr þessu,“ segir Bryndís. Hún hafði farið í sund ásamt tveimur frænkum sínum og var hringt í systur hennar og dóttur sem voru í sumarbústað í grennd við Hellu. „Þær höfðu ekki orð til að lýsa því hvernig var staðið að þessu,“ segir Bryndís. Hún vill skila þakklæti til sundlaugargesta sem tóku frænkur hennar að sér og hringdu í systur Bryndísar.Óaðfinnanlegt „Svo auðvitað strákarnir tveir í afgreiðslunni sem hlupu út í laugina og náðu í mig. Og lögreglan sem keyrði dóttur mína í bæinn og sjúkraflutningamennirnir og þyrluteymið. Þetta var óaðfinnanlegt frá A til Ö. Bæði hjá þeim sem eru ólærðir og fagmenn, það er öll línan,“ segir Bryndís sem ætlar að færa starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar köku og þakka fyrir björgunina.En ætlar hún í sund aftur? „Ég er ekki mjög spennt fyrir því að fara í sund en ég ætla að skella mér. Þá byrja ég á því að synda nokkrar ferðir og fer síðan í heita pottinn.“
Tengdar fréttir Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Hárrétt viðbrögð sundlaugarvarða á Hellu urðu konu til lífs „Þarna skilar skyndihjálpar- og björgunarkennslan sér. Hún bjargaði mannslífi þarna.“ 27. apríl 2015 12:22