Þriðjungur allra fanga situr inni fyrir fíkniefnabrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. apríl 2015 18:30 Flestir þeirra fanga sem sitja inni í fangelsum landsins afplána dóma fyrir fíknefnabrot eða þriðjungur. Hlutfallið hefur haldist svipað síðastliðinn áratug. Stöð 2 óskaði eftir tölfræði hjá Fangelsismálastofnun yfir flokkun brota þeirra fanga sem eru í afplánun í fangelsum landsins. Hinn 20. apríl sl. voru voru 11 prósent fanga að afplána dóma vegna þjófnaðar og umferðarlagabrota, 17 prósent fyrir auðgunarbrot og skjalafals, 18 prósent fyrir ofbeldisbrot, 10 prósent fyrir manndráp eða manndrápstilraunir og 12 prósent fyrir kynferðisbrot. Langflestir þeirra sem eru í afplánun eru að afplána dóma fyrir fíkniefnabrot eða 29 prósent. Eins og sést á þessari tölfræði (sjá mynskeið með frétt) fyrir árin 2000-2013 hefur hlutfall þeirra sem afplána dóma fyrir fíknefnabrot verið tiltölulega jafnt í gegnum árin en hlutfallið hefur rokkað frá 25 - 35 prósentum á undanförnum 15 árum. Hæst var hlutfallið árið 2010 eða 34,7 prósent.Varnaðaráhrif þyngri refsinga takmörkuð Sífellt þyngri fangelsisdómar fyrir innflutning, dreifingu og sölu fíkniefna hafa ekki skilað sér í færri afbrotum í þessum brotaflokki. Þetta þýðir að varnaðaráhrif þyngri dóma þegar fíkniefnabrot eru annars vegar eru afar takmörkuð. dr. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir að breyta þurfi um nálgun þegar kemur að refsingum fyrir fíkniefnabrot. „Rannsóknir sýna með skýrum hætti að þyngri dómar hafa ekki skilað sér úr þeim vanda sem fíkniefnin valda í samfélaginu. Ég held að við eigum að taka mið af þessum rannsóknum og taka á þessum vanda með öðrum hætti en með þungum refsingum fyrir þessi brot,“ segir Helgi. Hann segir að hægt væri að ná þessu markmiði með hægfara skrefum. „Eitt skrefið væri fólgið í því að sleppa mönnum út eftir afplánun á helmingi refsingar. Fíkniefnabrot eru þannig í dag að menn þurfa að sitja af sér tvo þriðju hluta refsingar. Breyting á þessu myndi strax minnka álag í fangelsiskerfinu. Annað skref væri breytt skilgreining á fíkniefnabrotum, þ.e. að skilgreina þessi brot sem auðgunarbrot í stað þess að skilgreina þetta sem almannahættu eða út frá skaðsemi efnanna,“ segir Helgi. Ef þessi brot væru skilgreind sem auðgunarbrot myndi það gera dómstólum kleift að dæma vægari refsingu fyrir brotin en nú er. Vegna dómvenju sem hefur skapast varðandi ákvörðun refsingar í stórfelldum fíkniefnabrotum geta dómstólar ekki að óbreyttum lögum tekið upp vægari refsingar í þessum brotaflokki. Til þess þyrfti atbeina löggjafans. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Flestir þeirra fanga sem sitja inni í fangelsum landsins afplána dóma fyrir fíknefnabrot eða þriðjungur. Hlutfallið hefur haldist svipað síðastliðinn áratug. Stöð 2 óskaði eftir tölfræði hjá Fangelsismálastofnun yfir flokkun brota þeirra fanga sem eru í afplánun í fangelsum landsins. Hinn 20. apríl sl. voru voru 11 prósent fanga að afplána dóma vegna þjófnaðar og umferðarlagabrota, 17 prósent fyrir auðgunarbrot og skjalafals, 18 prósent fyrir ofbeldisbrot, 10 prósent fyrir manndráp eða manndrápstilraunir og 12 prósent fyrir kynferðisbrot. Langflestir þeirra sem eru í afplánun eru að afplána dóma fyrir fíkniefnabrot eða 29 prósent. Eins og sést á þessari tölfræði (sjá mynskeið með frétt) fyrir árin 2000-2013 hefur hlutfall þeirra sem afplána dóma fyrir fíknefnabrot verið tiltölulega jafnt í gegnum árin en hlutfallið hefur rokkað frá 25 - 35 prósentum á undanförnum 15 árum. Hæst var hlutfallið árið 2010 eða 34,7 prósent.Varnaðaráhrif þyngri refsinga takmörkuð Sífellt þyngri fangelsisdómar fyrir innflutning, dreifingu og sölu fíkniefna hafa ekki skilað sér í færri afbrotum í þessum brotaflokki. Þetta þýðir að varnaðaráhrif þyngri dóma þegar fíkniefnabrot eru annars vegar eru afar takmörkuð. dr. Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir að breyta þurfi um nálgun þegar kemur að refsingum fyrir fíkniefnabrot. „Rannsóknir sýna með skýrum hætti að þyngri dómar hafa ekki skilað sér úr þeim vanda sem fíkniefnin valda í samfélaginu. Ég held að við eigum að taka mið af þessum rannsóknum og taka á þessum vanda með öðrum hætti en með þungum refsingum fyrir þessi brot,“ segir Helgi. Hann segir að hægt væri að ná þessu markmiði með hægfara skrefum. „Eitt skrefið væri fólgið í því að sleppa mönnum út eftir afplánun á helmingi refsingar. Fíkniefnabrot eru þannig í dag að menn þurfa að sitja af sér tvo þriðju hluta refsingar. Breyting á þessu myndi strax minnka álag í fangelsiskerfinu. Annað skref væri breytt skilgreining á fíkniefnabrotum, þ.e. að skilgreina þessi brot sem auðgunarbrot í stað þess að skilgreina þetta sem almannahættu eða út frá skaðsemi efnanna,“ segir Helgi. Ef þessi brot væru skilgreind sem auðgunarbrot myndi það gera dómstólum kleift að dæma vægari refsingu fyrir brotin en nú er. Vegna dómvenju sem hefur skapast varðandi ákvörðun refsingar í stórfelldum fíkniefnabrotum geta dómstólar ekki að óbreyttum lögum tekið upp vægari refsingar í þessum brotaflokki. Til þess þyrfti atbeina löggjafans.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira