Enski boltinn

Lennon: Eitt það besta sem ég hef gert var að semja við Eið Smára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári tekur á móti boltanum með Martin Skrtel, varnarmann Liverpool, fyrir aftan sig.
Eiður Smári tekur á móti boltanum með Martin Skrtel, varnarmann Liverpool, fyrir aftan sig. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen gerir fátt rangt þessa dagana, en hann er búinn að skora fimm mörk í 17 leikjum fyrir Bolton, þar af tvö í síðustu tveimur leikjum.

Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, hefur hælt Eiði Smára mikið fyrir frammistöðu sína í vetur og hélt því áfram á blaðamannafundi í morgun.

„Eiður hefur orðið betri eftir því sem á hefur liðið leiktíðina sem er gaman að sjá. Eitt það besta sem ég hef gert á leikmannamarkaðnum fyrir Bolton er að semja við hann,“ sagði Neil Lennon.

Hann hrósar einnig Emile Heskey sem lagði upp tvö mörk í síðasta leik, en samningaviðræður standa yfir hjá Bolton við þrjá leikmenn. Eiður Smári er einn af þeim.

„Samningaviðræður eru í gangi. Við höfum boðið þremur leikmönnum nýjan samning og bíðum þess að fá svör,“ sagði Neil Lennon.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×