Viðskipti innlent

Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík

Heimir Már Pétursson skrifar
Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárfestingum í hótelbyggingum kemur að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótelsins á Íslandi sem rísa mun fyrir framan Hörpu. Forstjóri fyrirtækisins segist sjá mikla möguleika í hóteli á þessum stað í hjarta borgarinnar.

Sárið í miðborgarlandinu við Hörpu hefur blasað við frá því fyrir hrun efnahagslífsins eins og áminning um það hrun sem varð í efnahagslífinu haustið 2008. En nú stefna menn að því að verða búnir að byggja 250 herbergja hótel í holunni stóru árið 2018.

Lengi hefur verið leitað að fjárfesti sem tilbúinn væri að koma að byggingu hótelsins en nú er sú leit á enda. Bandaríska fyrirtækið Carpenter and Company sem m.a. hefur komið að byggingu tuttugu og tveggja hótela í Bandaríkjunum ætlar að byggja hótelið með aðkomu fleiri fjárfesta. En Eggert Dagbjartsson, sem búið hefur í Bandaríkjunum frá árinu 1976, er minnihlutaeigandi í fyritækinu.

Hótelið í Reykjavík verður það fyrsta sem fyrirtækið byggir utan Bandaríkjanna og það er nú á lokametrunum að semja við alþjóðlega hótelkeðju til að reka það.

„Við erum mjög sannfærðir hvað þetta verkefni varðar. Innan nokkurra vikna munum við tilkynna hver mun reka hótelið. Þar verður á ferðinni hótelfyrirtæki á heimsmælikvarða með starfsemi um allan heim, og forráðamenn þess eru mjög spenntir fyrir verkefninu eins og við,“ segir Richard L. Friedman, forstjóri Carpenters and Company. En meðal samstarfsaðila fyrirtækisins eru hótelkeðjurnar St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, ásamt Friedman.Vísir/Valli
Framkvæmdir hefjast í haust og segir Friedman að það muni taka 18 mánuði til tvö ár að ljúka verkefninu.

„Það er hér sem hafið, höfnin og miðborgin mætast, í þessari frábæru byggingu sem við erum í núna (Hörpu). Þetta er algerlega lóð á heimsmælikvarða og hér munum við byggja hótel á heimsmælikvarða,“ segir Friedman.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hótelið skapa nýja vídd í ferðaþjónustuna og styrkja bæði Hörpu og miðborgina. Borgin leggi áherslu á að allir þeir sem eiga eftir að byggja á svæðinu milli Hörpu og Hafnarstrætis klári um svipað leyti.

„Ég vona að þetta muni ekki dragast í meira en svona fimm til sjö ár að allir reitirnir verði fulluppbyggðir. En það þætti nú góður og hraður framgangur á svona stóru og flóknu svæði,“ segir Dagur.

Arionbanki hefur undanfarin tvö ár unnið að því að fá fjárfesta að byggingu hótelsins og er einn fjárfestanna og segir bankastjórinn unnið að því að fá fleiri fjárfesta að verkefninu.

„Og við vorum þeirrar skoðunar að það skipti miklu máli að fá alþjóðlega aðila sem hefðu reynslu af svona verkefni. Ég held að það hafi tekist frábærlega vel með því að fá þessa aðila frá Bandaríkjunum, Carpenter og Company,“ segir Höskur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. En hann vill hins vegar ekki upplýsa um heildarfjárfestinguna, né hvernig hún skiptist milli bankans og annarra aðila að svo stöddu máli.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
0,79
3
5.009
REGINN
0,56
4
29.667
BRIM
0
3
7.745
REITIR
0
5
127.866
ICESEA
0
4
34.608

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2
39
410.110
KVIKA
-1,75
19
239.441
SJOVA
-1,68
20
118.924
ISB
-1,36
45
150.563
ARION
-1,22
42
847.531
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.