Viðskipti innlent

Framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við Hörpu hefjast í haust

ingvar haraldsson skrifar
Svona mun Austurhöfn Reykjavíkurhafnar líta út þegar framkvæmdum verður lokið við hótel, íbúðir og verslunarhúsnæði.
Svona mun Austurhöfn Reykjavíkurhafnar líta út þegar framkvæmdum verður lokið við hótel, íbúðir og verslunarhúsnæði. vísir/valli
Stefnt er að því að framkvæmdir við byggingu fimm stjörnu hótels við hlið Hörpu munu hefjast í haust en hótelið á að opna vorið 2018.

Hótelið mun rúma 250 herbergi en auk þess verða veislu- og fundarsalir í hótelinu auk fjölda veitingastaða og heilsulindar. Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company mun sjá um byggingu hótelsins en í kjölfarið fela leiðandi alþjóðlegri hótelkeðju rekstur hótelsins. Samningar um slíkt eru á lokastigi og mun fljótlega verða tilkynnt um niðurstöðu þess ferlis samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Carpenter & Company keypti byggingaréttinn af svæðinu nýlega af Kolufell  ehf. Kolufell mun áfram þróa íbúða-  og verslunarbyggð á suðurhluta lóðarinnar. Arion banki vinnur að skipulagi fjármögnunar hótelbyggingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×