Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2015 22:15 Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“ Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. Ekki verði samið um meiri raforkusölu fyrr en fyrir liggi hvort Alþingi leyfi fleiri virkjanakosti í rammaáætlun. Landsvirkjun gekk í gær frá samningum um smíði Þeistareykjavirkjunar sem miða við að hún hefji raforkuframleiðslu haustið 2017. Orkan þaðan fer meðal annars til að mæta orkuþörf fiskimjölsverksmiðja á Norðausturlandi og kísilvers á Bakka. Þegar spurt er hvaða virkjun komi þar á eftir horfir Landsvirkjun til stækkunar Búrfellsvirkjunar, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2. Öll leyfi liggi fyrir Búrfelli 2 og nýlokið sé útboðsferli verkhönnunar. „Þannig að eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að stækkun Búrfellsvirkjunar verði næsta verkefni.“Búrfellsvirkjun. Stækkun hennar verður líklegast næsta verkefni á eftir Þeistareykjavirkjun.Mynd/Landsvirkjun.Hörður segir Landsvirkjunarmenn nú bíða eftir því hvaða stefnu Alþingi móti með rammaáætlun um virkjunarkosti en fyrr verði í raun ekki hægt að gera nýja orkusamninga. „Við þurfum að fá skýrar línur þar til þess að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum. Við sjáum mjög fjölbreytta eftirspurn frá iðngreinum sem við höfum raunverulega ekki náð til áður. Þannig að til þess að geta gert þessa samninga þurfum við að fá fleiri virkjanakosti,“ segir Hörður. Fram hefur komið að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hafi óskað eftir orkukaupum frá Landsvirkjun. Getur Landsvirkjun mætt ósk Silicor? Hörður kveðst ekki vilja tjá sig um samninga við einstaka viðskiptavini. „En almennt séð get ég svarað því að við þurfum frekari virkjanakosti til að geta mætt frekari eftirspurn. Við höfum verið að bæta nýtingu kerfisins og bæta við notendum en við erum komin á endastöð í því.“
Alþingi Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. 13. mars 2015 17:48
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04
Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu. 23. mars 2015 16:58
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16