Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 19:16 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Sjá meira
Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15