Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 19:16 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15